Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 65
MÚLAÞING
63
hvaða bóndi fékk hæsta einkunn fyrir fóðrun gripa sinna. Sýslan styrkti
fjárhagslega nokkuð skoðanir þessar. Árið 1917 var samþykkt nýreglu-
gerð fyrir forðagæslumenn. Tveir forðagæslumenn störfuðu oftast í
hverjum hreppi, þó má sjá að í sýslufundargerð 1914 eru þeir fjórir í
Vopnafjarðarhreppi, þrír í Fljótsdalshreppi, fimm í Borgarfjarðar-
hreppi og einn í Loðmundarfjarðarhreppi.
Um og eftir 1920 eru með samþykki sýslunefndar stofnuð fóður-
birgðafélög í mörgum hreppum, þar sem erfiðast var að nálgast fóður-
korn að vetri til. Var þá fóðurkornið keypt á haustin og flutt á vissa
staði í hverjum hreppi til geymslu, þar sem auðvelt var að nálgast það,
ef með þurfti. Árið 1921 var samþykkt að stofna kornforðabúr í Fella-
hreppi, fóðurbirgðafélög í Fljótsdalshreppi og Vopnafjarðarhreppi og
1939 í Hjaltastaðahreppi. Víðar munu félög þessi hafa starfað, þó ekki
finni ég þess getið í sýslufundargerðum, enda fengu þau ekki styrk frá
sýslunni.
Á sýslufundi 1876 var kosið í nefnd til að semja reglugerð um notkun
afrétta, fjallskil og eyðingu refa. Sýslunefndarmennirnir Kristján
Kröyer, Andrés Kjerúlf og Björn Halldórsson hlutu kosningu í nefnd-
ina. Árið 1878 voru fjallskilalög samþykkt og prentuð í 200 eintökum.
Árið 1891 er einnig á sýslufundi skipuð nefnd til að fjalla um drög að
reglugerð um fjallskil og eyðingu refa, þá nefnd skipuðu sýslunefndar-
mennirnir Jón Jónsson á Sleðbrjót, Þorvarður læknir Kjerúlf og Halldór
Magnússon Sandbrekku. Ný fjallskilareglugerð var svo samþykkt á
sýslufundi 1892. Næst er það 1902 að samþykkt er ný reglugerð um
fjallskil og refaveiðar, eða breytingar á fyrri reglugerðum. Árið 1917
er nefnd kosin til að endurskoða reglugerð um fjallskil, er síðan var
samþykkt á sýslufundi 1918. Þessa nefnd skipuðu þeir sýslunefndar-
mennirnir Jörgen Sigfússon, Björn Hallsson og Kristján Kristjánsson.
Árið 1931 var enn kosin nefnd til að endurskoða reglugerðina um
fjallskil og refaveiðar. Kosnir voru sýslunefndarmennirnir Gísli Helga-
son, Sveinn Bjarnason og Jón Jónsson Hvanná. Samþykkt var sú nýja
reglugerð á sýslufundi 1932, og prentuð var hún 1933. Næst er það að
árið 1972 eru á sýslufundi kosnir í nefnd til að gera tillögur um breyt-
ingar á fjallskilasamþykkt þeir Hallur Björnsson, Helgi Gíslason og
Guttormur V. Þormar. Ný fjallskilareglugerð var svo samþykkt á fundi
1973. Á sýslufundi 1987 er rætt um fjallskil og að breyta þurfi fjallskila-
reglugerðinni. Til að koma með tillögur í þá átt, sem lagðar verði fram
á næsta fundi, voru kosnir sýslunefndarmennirnir Brynjólfur Berg-
steinsson, Guðmar Ragnarsson og Haraldur Jónsson. Ný fjallskila-