Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞING
reglugerð var samþykkt á síðasta fundi sýslunefndar, sem haldinn var
á Seyðisfirði 1988.
Um grenjavinnslu og refaveiðar
Arlega voru til umfjöllunar og afgreiðslu á sýslufundum skýrslur um
grenjavinnslu og refaveiðar frá hverjum hreppi í sýslunni. Lengi vel
sáu sveitarfélögin um greiðslu kostnaðar við grenjavinnslu og refaveið-
ar. Að vísu greiddi sýslan svonefnd refaverðlaun á árabilinu 1930 -
1950, það voru árlega um kr. 250,00. Árið 1950 var á sýslufundi sam-
þykkt eftirfarandi tillaga.
„Grenjavinnsluskýrslur lágu fyrir úr öllum hreppum sýslunnar.
Kostnaður við grenjavinnslu reyndist vera kr. 40.717,00. Felur sýslu-
nefndin oddvita sínum að innheimta hjá ríkissjóði þann hluta þessarar
upphæðar sem honum ber að greiða samkvæmt lögum nr. 56 frá 1949,
og endurgreiða til hreppanna þá % hluta upphæðarinnar, sem þeim
ber að fá samkvæmt sömu lögum.“
Þessi lagasetning hafði það í för með sér að útgjöld sýslusjóðs hækk-
uðu stórlega vegna kostnaðar við refaveiðar. Til dæmis varð hann kr.
28.405,00 árið 1960 og kr. 135.339,00 árið 1970. Árið 1986 varð þessi
kostnaður kr. 176.474,00. Samkvæmt grenjavinnsluskýrslum árið 1923
eru þekkt greni í sýslunni 320, árið 1936 eru þekkt greni 521. Ekki
lögðust tófur í öll þessi greni árlega. Árið 1936 lágu tófur í 56 grenjum,
unnin voru þá 59 dýr og 179 yrðlingar. Árið 1940 er tala þekktra grenja
449, tófur lágu í 31 greni, unnin dýr 52 og yrðlingar 132. Árið 1960
voru unnin 59 dýr og 127 yrðlingar. Árið 1970 voru unnin 61 dýr, 124
yrðlingar og 19 minkar. Árið 1980 voru unnin 32 dýr, 67 yrðlingar og
149 minkar.
Eitt af verkefnum sýslunefnda var að sjá um söfnun fjármarka og
láta prenta markaskrár. Árið 1878 var ákveðið að safna mörkum í nýja
markaskrá og fá prentsmiðjuna Skuld til að prenta hana í 200 eintökum,
mun hún hafa komið út 1879. Árið 1885 var markaskrá næst gefin út,
þá fyrst tekin upp hreppabrennimörk þannig að N1 er Skeggjastaða-
hreppur, N2 Vopnafjarðarhreppur, N3 Jökuldalshreppur, N4 Fllíðar-
hreppur, N5 Tunguhreppur, N6 Fellahreppur, N7 Fljótsdalshreppur,
N8 Fljaltastaðahreppur, N9 Borgarfjarðarhreppur, N10 Loðmundar-
fjarðarhreppur og Nll Seyðisfjarðarhreppur. Árið 1890 var gefin út
ný markaskrá, séra Einari Jónssyni var falið að búa hana undir prentun,
einnig sá hann um að búa undir prentun næstu markaskrá, sem út var