Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 67
MÚLAÞING
65
gefin 1895, þá greiddu markaeigendur 25 aura fyrir hvert mark, sem
fór í prentun. Sama gjald var tekið fyrir hvert mark þegar næsta marka-
skrá var gefin út um aldamótin. Þegar markaskrá var gefin út 1920
þurfti að greiða 50 aura fyrir hvert mark. Samkvæmt eldri reglugerðum
um fjallskil skyldi markaskrá samin 5. hvert ár, en árið 1950 var því
breytt þannig að markaskrá skyldi samin 10. hvert ár, þegar ártalið
stendur á heilum tugi. Ekki hefur þó verið farið nákvæmlega eftir
þessari samþykkt varðandi útgáfuárið. Síðasta markaskráin kom út
1988. Árið 1970 var kosinn markavörður Þorsteinn Sigfússon bóndi á
Sandbrekku. Jón Víðir Einarsson bóndi á Hvanná tók við því starfi
1979 og hefir gegnt því síðan.
Fleira var það varðandi búhagi, sem sýslunefnd samþykkti að styðja
fjárhagslega. Má tilnefna hrútasýningar í nokkur ár fyrir 1915. Hrossa-
sýningar á Egilsstöðum og Felli í Vopnafirði árið 1927 og á sömu
stöðum 1940. Gróðurverndar- eða landgræðslunefnd, sem kosin var á
sýslufundum og starfaði á árabilinu 1968 - 1977, fékk fjárstyrk oftast
árlega. Meðal annars taldi sú nefnd að fækka þyrfti hreindýrum. Þá
má nefna framlag til dýraspítala á Egilsstöðum árið 1976. Árið 1964
voru gerðar tilraunaboranir í Urriðavatni vegna jarðhita þar, samþykkti
sýslunefnd styrkveitingu til þessa verks. Á árunum 1982 - 1984, og ef
til vill oftar, var samþykktur fjárstyrkur til Veiðifélags Fljótsdalshéraðs
og Veiðifélags Selfljóts. Árið 1983 var rætt um það á fundi að fækka
þyrfti selum, og árið 1985 var rætt um og samþykkt að selafjölda sé
haldið innan hóflegra marka, svo sem með kópadrápi. Árið 1986 var
samþykkt að óska eftir því að starfandi verði fiskifræðingur á Austur-
landi. Á þeim sama fundi var einnig bent á að rannsökuö verði fiskimið
við Austurland varðandi skelfiskveiðar, einnig að kannað verði hvort
ekki sé um að ræða perlusteinsnámu í Loðmundarfirði og gas í jörð á
Héraði. Einnig að stutt sé að loðdýrarækt í sýslunni. Þessum ályktunum
var að sjálfsögðu vísað til Alþingis og ríkisstjórnar.
Snemma var það að nokkrir bændur settu á stofn refabú sem auka-
búgrein, og þurftu samþykki sýslunefndar til þess. Árið 1934 stofnaði
Stefán Benediktsson bóndi í Merki refabú og árið 1935 Þorvaldur
bróðir hans bóndi í Hjarðarhaga. Árið 1940 Guðmundur Jónsson bóndi
Staffelli í Fellum. Árið 1937 var veitt leyfi fyrir tveimur refabúum í
Skeggj astaðahreppi.
Bændur hafa átt við að stríða margskonar plágur í búskap sínum.
Alvarlegasti sauðfjársjúkdómur, sem barst til landsins var fjárkláði.
Talið er að hann hafi borist til landsins tvisvar, 1761 og 1855,í bæði