Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 67

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 67
MÚLAÞING 65 gefin 1895, þá greiddu markaeigendur 25 aura fyrir hvert mark, sem fór í prentun. Sama gjald var tekið fyrir hvert mark þegar næsta marka- skrá var gefin út um aldamótin. Þegar markaskrá var gefin út 1920 þurfti að greiða 50 aura fyrir hvert mark. Samkvæmt eldri reglugerðum um fjallskil skyldi markaskrá samin 5. hvert ár, en árið 1950 var því breytt þannig að markaskrá skyldi samin 10. hvert ár, þegar ártalið stendur á heilum tugi. Ekki hefur þó verið farið nákvæmlega eftir þessari samþykkt varðandi útgáfuárið. Síðasta markaskráin kom út 1988. Árið 1970 var kosinn markavörður Þorsteinn Sigfússon bóndi á Sandbrekku. Jón Víðir Einarsson bóndi á Hvanná tók við því starfi 1979 og hefir gegnt því síðan. Fleira var það varðandi búhagi, sem sýslunefnd samþykkti að styðja fjárhagslega. Má tilnefna hrútasýningar í nokkur ár fyrir 1915. Hrossa- sýningar á Egilsstöðum og Felli í Vopnafirði árið 1927 og á sömu stöðum 1940. Gróðurverndar- eða landgræðslunefnd, sem kosin var á sýslufundum og starfaði á árabilinu 1968 - 1977, fékk fjárstyrk oftast árlega. Meðal annars taldi sú nefnd að fækka þyrfti hreindýrum. Þá má nefna framlag til dýraspítala á Egilsstöðum árið 1976. Árið 1964 voru gerðar tilraunaboranir í Urriðavatni vegna jarðhita þar, samþykkti sýslunefnd styrkveitingu til þessa verks. Á árunum 1982 - 1984, og ef til vill oftar, var samþykktur fjárstyrkur til Veiðifélags Fljótsdalshéraðs og Veiðifélags Selfljóts. Árið 1983 var rætt um það á fundi að fækka þyrfti selum, og árið 1985 var rætt um og samþykkt að selafjölda sé haldið innan hóflegra marka, svo sem með kópadrápi. Árið 1986 var samþykkt að óska eftir því að starfandi verði fiskifræðingur á Austur- landi. Á þeim sama fundi var einnig bent á að rannsökuö verði fiskimið við Austurland varðandi skelfiskveiðar, einnig að kannað verði hvort ekki sé um að ræða perlusteinsnámu í Loðmundarfirði og gas í jörð á Héraði. Einnig að stutt sé að loðdýrarækt í sýslunni. Þessum ályktunum var að sjálfsögðu vísað til Alþingis og ríkisstjórnar. Snemma var það að nokkrir bændur settu á stofn refabú sem auka- búgrein, og þurftu samþykki sýslunefndar til þess. Árið 1934 stofnaði Stefán Benediktsson bóndi í Merki refabú og árið 1935 Þorvaldur bróðir hans bóndi í Hjarðarhaga. Árið 1940 Guðmundur Jónsson bóndi Staffelli í Fellum. Árið 1937 var veitt leyfi fyrir tveimur refabúum í Skeggj astaðahreppi. Bændur hafa átt við að stríða margskonar plágur í búskap sínum. Alvarlegasti sauðfjársjúkdómur, sem barst til landsins var fjárkláði. Talið er að hann hafi borist til landsins tvisvar, 1761 og 1855,í bæði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.