Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 68
66
MÚLAÞING
skiptin að líkindum með enskum kynbótahrútum. Fyrri faraldrinum
var útrýmt með niðurskurði á árunum 1772 - 1779. Kláðafaraldur sá
er hingað barst 1855 breiddist út víða um landið. Árið 1866 var sett
tilskipun um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi á íslandi. Höfðu
amtmenn umsjón með því að þeim lögum væri hlýtt. Fjárkláðinn barst
til Austurlands, eins og við mátti búast.
Á sýslufundi 1876 var rætt um útrýmingu hans og var þá um niður-
skurð að ræða, en fjárhagur sýslunnar þröngur vegna Öskjugossins,
svo að ekki þótti fært að greiða bætur. Þetta ár var Þingvallafundur
haldinn, þar sem rætt var um útrýmingu kláðans. Á þeim fundi mættu
fyrir Norður-Múlasýslu, sýslunefndarmennirnir Þorvarður læknir
Kjerúlf og séra Lárus Halldórsson. Það kemur fram í fundargerð 1877,
að ekki er til fé svo að hægt sé að greiða Borgfirðingum bætur fyrir
niðurskurð sauðfjár þar 1875. Var því einnig borið við að ekki var
skorið niður í öllum hreppnum. Árið 1884 er á fundi upplýst að við
síðustu skoðun fjár hafi ekki orðið vart við kláða, einnig upplýst að
skorið hafði verið niður féð í Eyjaseli í Hlíð og farið fram á bætur,
sem fengust þannig að skotið var saman fé sem dugði til að greiða
bæturnar. Var þá ákveðið að setja grind á Jökulsárbrú til að hindra
samgang sauðfjár milli hreppanna austan og norðan árinnar. Árið 1895
er upplýst á sýslufundi að kláði hafi ekki fundist í sýslunni. Kláðaskoðun
hefir oftast farið fram tvisvar á ári og böðun fjár árlega.
Árið 1897 var á sýslufundi kosin nefnd til að gera tillögur um útrým-
ingu fjárkláða, og að skoðun og böðun fari fram árlega, enda hafði
Alþingi þá fyrirskipað böðun sauðfjár árlega. Árið 1898 lagði nefndin
til að bannaðir yrðu fjárflutningar yfir Jökulsá í Axarfirði og Jökulsá
á Brú, enda sé brúin þar lokuð. Árið 1903 bendir amtmaður á Davíð
Jónsson á Kroppi sem eftirlitsmann vegna kláðaskoðunar. Árið 1919
eru 4 menn tilnefndir til að hafa eftirlit með skoðun vegna fjárkláða
í sýslunni, hélst sú skipun meðan þörf var á kláðaskoðun. Böðun
sauðfjár hefir farið fram til þessa dags, þó ekki árlega hin síðari ár,
heldur annað eða þriðja hvert ár. Sýslan hefir veitt styrk til sauðfjár-
böðunar.
Fleiri plágur áttu bændur við að stríða en fjárkláðann. Mæðiveikin
í sauðfé gerði mikinn usla á árabilinu 1938 - 1943. Sýslunefndin gekkst
þá fyrir því að innheimta svonefnt pestarvarnagjald, sem var viss upp-
hæð á hverja kind. Því fé var síðan varið til að bæta tjón þeirra bænda
sem verst urðu úti vegna veikinnar. Girðingum var þá komið upp á
vissum stöðum milli byggða og pípuhlið sett við Lagarfljótsbrú og