Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 71
MÚLAÞING
69
breiðir, brýr skyldi gera yfir ár og læki ef þyrfti, einnig vörður og
sæluhús við þá vegi, sem fjölfarnir voru að vetrarlagi.
Á þessari öld hafa vegalög í heild verið endurskoðuð 1907, 1924,
1933, 1947, 1963 og eitthvað hafa þau breyst síðan. Með lögunum frá
1907 var sýslufélögum falið að annast og kosta viðhald flutningabrauta,
en gerð þeirra skyldi kostuð af landssjóði. Með lögunum frá 1924 var
sýslunefndum heimilað að stofna sýsluvegasjóði. Tekjustofn þeirra
skyldi vera vegaskattur, sem var viss prósenta af virðingarverði allra
skattskyldra fasteigna í sýslunni samkvæmt fasteignamati, sýslunefnd
ákvað árlega hve hár skatturinn skyldi vera. Með lögunum frá 1963
var sýslufélögum gert að skyldu að stofna slíka sjóði. Samkvæmt þeim
lögum skyldi sýsluvegasjóðsgjald vera 6%o af virðingarverði mannvirkja
og 12%o af virðingarverði landa og lóða, hvorttveggja miðað við fast-
eignamat. Ýmsar byggingar voru undanþegnar, t. d. kirkjur, skólahús,
þinghús, sjúkrahús, félagsheimili og vitar. Áður en sýsluvegasjóðir
tóku til starfa, kostuðu sýslusjóðir framkvæmdir við sýsluvegi, þá var
tekjustofninn ákveðið gjald lagt
á sýslubúa á aldrinum 20 - 60
ára, eins og áður segir. Frá 1907
var það gjald bundið við karl-
menn eingöngu. Með lögunum
frá 1963, voru hreppavegir felld-
ir niður og þeim vegum, sem
hreppar höfðu kostað, skipt
milli sýslna og ríkis eftir eðli veg-
arins. Undantekning frá þessari
reglu voru vegir í þéttbýli.
Stjórn vegamála skyldi í samráði
við sýslunefndir semja fram-
kvæmdaáætlun fyrir sýsluvegi til
fjögurra ára í senn, þá var ríkis-
sjóði gert að greiða til sýsluvega
ár hvert upphæð, sem var ekki
lægri en tvöföld heildarupphæð
innheimtra sýsluvegasjóðs-
gjalda á næsta ári á undan.
Árið 1948 var gerð samþykkt
fyrir sýsluvegasjóð Norður-
Múlasýslu og ný samþykkt gerð
Pessi varða stendur enn á Fjarðarheiðarbrún
Héraðs megin, hin eina sem eftir er af vörðuröð
yfir heiðina alla. Pað er greinarhöfundur sem
við stólpann stendur.