Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 74
72
MÚLAPTNG
Árið 1885 er upplýst, að Norður- og Austuramtinu eru á þessu ári
ætlaðar kr. 3.300,00 í vegasjóð til að styrkja sýsluvegi á póstleiðum.
Auk þess ákveðið að verja kr. 600,00 til að halda áfram vegabótum á
Möðrudalsheiði, og til að halda áfram vegagerð á Vestdalsheiði kr.
5.000,00. Fræðast má nánar um vegagerð á Vestdalsheiði í ritgerð um
vegagerð og brúarsmíð í Múlaþingi 15. hefti. Árið 1887 er rætt um
vegabætur eins og venjulega á sýslufundum. Þá er upplýst að umferð
eykst um Fjarðarheiði, enda liggur aðalpóstleiðin um þá heiði frá Seyð-
isfirði, þótti því nauðsynlegra að verja vegafénu til endurbóta á þeim
vegi frekar en til vegarins um Vestdalsheiði. Upplýst var á fundi 1888,
að varðaður hefði verið sá hluti Fjarðarheiðarvegar sem tilheyrir Norð-
ur-Múlasýslu og skorað á Suður-Múlasýslu að láta varða sinn hluta.
Á sýslufundi 1889 var samþykkt að breyta skuli aukapóstleiðinni til
Vopnafjarðar þannig, að hún liggi frá Flöfða á Völlum, þar var þá
póststöðin, um Hjaltastað, þar verði bréfhirðing, þaðan þvert yfir Hér-
að og yfir Jökulsá hjá Sleðbrjót, þaðan út Hlíð og yfir Hellisheiði til
Vopnafjarðar. Bréfhirðing verði flutt frá Hrafnabjörgum að Sleðbrjót
eða Kirkjubæ. Aðalpóstleiðin lá frá Seyðisfirði um Fjarðarheiði í
Höfða, síðar Egilsstaði 1892, þaðan um Fell og Tungu í Fossvelli,
þaðan upp Jökuldal og Möðrudalsheiði að Grímsstöðum á Fjöllum og
þaðan áfram til Akureyrar. Árið 1890 var mikið rætt um að auka þyrfti
framlag til vegabóta á aðalpóstvegum, m. a. að bæta um vörður á
Möðrudalsöræfum og reynt yrði nú þegar að fá fé til að bæta veginn
um Fjarðarheiði. Árið 1889 urðu nokkrar breytingar á vegakerfinu á
þann hátt að sýsluvegir í sýslunni lengdust, en hreppavegir styttust að
sama skapi. Þetta gerðist með samþykki sýslunefndar.
Á sýslufundi 1892 var samþykkt tillaga um að breytt yrði póstleiðinni
frá Akureyri til Seyðisfjarðar þannig: 1. Akureyri - Skinnastaðir. 2.
Skinnastaðir - Vopnafjörður. 3. Vopnafjörður - Seyðisfjörður. Þessa
breytingu vildu yfirvöld ekki samþykkja.
Árið 1895 er upplýst að sýsluvegir eru þessir:
1. Skeggjastaðahreppur: Frá Brekknaheiði yfir Saurbæjarháls,
framhjá Miðfirði, um Skeggjastaði og suður á Sandvíkurheiði.
2. í Vopnafirði: a. Frá Vopnafjarðarkaupstað að Brunahvammi.
b. Frá Norður-Skálanesi að Dimmafjallgarði. c. Af Sandvíkurheiði,
um Hvammsgerði á Vopnafjörð. d. Frá Vopnafjarðarkaupstað, um
Syðrivík, Eyvindarstaði og yfir Hellisheiði.
3. í Jökuldalshreppi: Úr Eystrifjallgarði framhjá Sænautaseli,
Víðirhólum, um Hákonarstaði að Fossgerði.