Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 75
MULAÞING
73
4. Jökulsárhlíð: Frá Fossvöllum um Hrafnabjörg, Surtsstaði,
Sleðbrjót, Hlíðarhús, Torfastaði, Ketilsstaði og upp á Hellisheiði.
5. Hróarstunga: a. Frá trébrú, yfir Stóra-Bakkaháls, um Brekku,
að lögferju hjá Litla-Steinsvaði. b. Frá Rangá um Kirkjubæ, Geirastaði
og að Lagarfljóti hjá Hóli. c. Frá Geirastöðum að Jökulsá undan
Sleðbrjót.
6. Fljótsdalur: Frá Gilsá um lögferju hjá Hrafnkelsstöðum, um
Bessastaði að Hrafnsgerðisá.
7. I Fellahreppi: Frá Hrafnsgerði, um Ekkjufell á aðalpóstleiðina.
8. Hjaltastaðaþinghá: a. Frá Hóli, um Klúku og Sandbrekku, það-
an upp á Eiríksdal áleiðis til Borgarfjarðar. b. Frá Sandbrekku um
Hjaltastað á sýslumörk innan við Hreimsstaði.
9. Borgarfjörður: a. Frá Desjarmýri um Hólaland og upp í Eiríksdal.
b. Frá Desjarmýri um Húsavíkurheiði og Nesháls til Loðmundarfjarðar.
JO. Loðmundarfjörður: Af Neshálsi, um Nes að Merkilæk, þaðan
um Hraunárbrú og Lónsbakka að Sævarenda, og þaðan inn á Vörðu-
mela á Hjálmárdalsheiði.
11. Seyðisfjörður: Frá Vörðumelum áHjálmárdalsheiði að Grýtá.
Arið 1903 samþykkti sýslunefnd þá breytingu á sýsluvegi í Hjalta-
staðahreppi og til Borgarfjarðar, að hann liggi frá Sandbrekku út með
fjalli að Ósi og þaðan til Njarðvíkur yfir Gönguskarð. Árið 1902 fær
sýslan styrk frá ríkinu til viðgerðar á sýsluveginum frá Fossvöllum, um
Hellisheiði og norður á Brekknaheiði. Árið 1904 var samþykkt sú
breyting á sýsluvegum í Borgarfirði að vegur liggi frá Bakkagerði til
Njarðvíkur og um Gönguskarð til Héraðs. Árið 1905 samþykkir sýslu-
nefndin að hækka sýsluvegagjaldið úr kr. 1,25 í kr. 1,75 fyrir hvern
verkfæran mann. Árið 1906 er enn samþykkt breyting á sýsluvegi í
Hjaltastaðaþinghá, þannig að sýsluvegur liggi frá Ósi út að Krosshöfða.
Á árabilinu 1894 - 1904 komu oft og tíðum kvartanir til sýslunefndar
yfir illa færum vegarköflum á aðalpóstleiðinni frá Seyðisfirði til
Grímsstaða. Sýslunefndin fól sýslumanni að gangast fyrir því við lands-
stjórn að vegurinn yrði bættur. Þetta bar þann árangur að bættir voru
verstu kaflar vegarins og fjölgað vörðum á fjallvegum, enda átti lands-
sjóður að kosta gerð aðalpóstvega. Árið 1896 voru vegir yfir Hellisheiði
og Hjálmárdalsheiði varðaðir, sá sýslunefnd um það. Á sýslufundi 1896
var upplesið bréf amtsins, þar sem ákveðið er, að styrk þeim sem
Austuramtið fær í 3 ár af gullbrúðkaupslegati Bjarna amtmanns og
konu hans, verði varið til endurbóta á vegi yfir Smjörvatnsheiði. Til
viðbótar þessu fé leggur landssjóður fram kr. 500,00 til sama vegar.