Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 76
74
MÚLAÞING
Sýsluvegafé er varið til að bæta sýsluvegi í hverjum hreppi eins og
venjulega. Það sést að árið 1900 eru fjárveitingar til sýsluvega bundnar
því skilyrði, að hreppar leggi á móti, ekki minna en hálft framlagið
frá sýslunni. Upp úr aldamótunum er farið að miða vegagerðina við
kerrufæra vegi. Árið 1900 fer sýslunefnd Norður-Múlasýslu fram á
það, að fyrirhugaður akvegur milli Héraðs og fjarða verði lagður um
Fjarðarheiði. Árið 1906 er farið fram á það, að póstleiðinni frá Seyð-
isfirði til Akureyrar verði breytt, þannig að hún liggi frá Seyðisfirði
um Vopnafjörð, Þistilfjörð, Axarfjörð og Húsavík til Akureyrar. Ekki
fékkst þessi breyting samþykkt af póststjórn.
Breytingar urðu oft á legu sýsluvega. Árið 1912 má finna skrá um
þá vegi í sýslufundargerð:
1. Skeggjastaðahreppur: Vegur frá Miðheiðarvatni á Sandvíkur-
heiði, norðuryfir heiðina, yfir Bakkaá, Skeggjastaðaá, um Skeggjastaði
norður að Saurbæ og þaðan norður að Þernuvötnum á Brekknaheiði.
2. Vopnafjarðarhreppur: a. Frá Hellisheiði um Dalsárbrú, yfir
Eyvindarstaðaháls, um Vindfell, neðan við Krossavík, yfir Syðrivíkur-
kíl á Flóðvaði, yfir Hofsá á Skjaldþingsstaðaferjustað eða Flóðvaði,
norður Lynghólma og Leiru um Lónabjörg út í Vopnafjarðarkauptún,
þaðan norður yfir Tanga, inn með Hraunum að norðan, neðan við
Norður-Skálanes, ofan Skálanesklif og norður innan við Lónin, út með
Leirum að norðan, fyrir neðan Skóga og Nýpsbæi, norður Nýpsmóa
og yfir Selá á Hvammsgerðisvaði. b. Úr Kisulág við Smjörvatnsheiði
út fyrir ofan Hrappsstaði, yfir Hofsá á Fellsvaði, út eyrar í Prestagil
framan og norðan við Ásbrandsstaði, fyrir neðan Vatnsdalsgerði og á
áðurnefndan sýsluveg á Lónabjörgum. c. Frá Tungnaá innan við Ein-
arsstaði, um Einarsstaði, yfir Hofsá í Bustarfell, út neðan við Hof og
Fell á áðurgreindan sýsluveg við Prestagil. d. Frá Vegamel ofan við
Fremri-Hlíð, niður með Blöndu, utan við Fremri-Hlíð, yfir Vestur-
dalsá, út Búastaðamóa, ofan við Búastaði, þaðan út austan árinnar á
áðurnefndan sýsluveg fyrir neðan Skálanesklif.
3. Jökuldalshreppur: Vegur frá Gilsárbrú að Eiríksstöðum, ásamt
tengingu við brúna á Jökulsá hjá Hákonarstöðum.
4. Hlíðarhreppur: Vegur frá Jökulsárbrú, um Laxárbrú hjá Foss-
völlum, um Hrafnabjörg, neðan við Hallgeirsstaði, um Surtsstaði, út
fyrir neðan Gerðisöxl, um Sleðbrjót, út neðan við Sleðbrjótsháls, yfir
Kaldá á Hálsendavaði, þaðan um Hlíðarhús og Torfastaði út með fjalli
að Ketilsstöðum, þaðan um Sjómannakílsbrú að Biskupshóli undir
Hellisheiði.