Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 79
MÚLAÞING
77
þeirrar brautar. Á árabilinu 1913 - 1924 samþykkti sýslunefndin í
Norður-Múlasýslu árlega fjárveitingu í þessu skyni. Misjafnt var þetta
framlag að krónutölu frá ári til árs. T. d. var það kr. 1000,00 árið 1913,
en hæst var það 1922 kr. 6.000,00. 1924 var það kr. 2.000,00. Sýslu-
nefndin fól Birni Hallssyni, sýslunefndarmanni á Rangá, að hafa eftirlit
með vinnubrögðum við Fagradalsbrautina.
Samkvæmt vegalögum frá 1907 nefndust það þjóðvegir sem landssjóður
kostaði, en ekki lengur póstleiðir né flutningabrautir. Með tímanum
lengdist þjóðvegakerfið, þannig að fjölförnustu sýsluvegirnir voru teknir
í tölu þjóðvega. Hófst sú breyting 1930 og á árunum þar á eftir.
Árið 1940 eru sýsluvegir í Norður-Múlasýslu skráðir þessir:
1. Skeggjastaðahreppur: Vegur frá Höfn og inn á þjóðveginn innan
við Bakka.
2. Vopnafjarðarhreppur: a. Vesturdalsárvegur frá vegamótum
þjóðvegar við Krókhyl í Vesturdalsá inn að Fremri-Hlíð. b. Hofsárdals-
vegur frá vegamótum þjóðvegar fyrir utan Bustarfell inn að Tungu-
sporði. c. Sýsluvegur frá Hofsárbrú að austan, inn með fjöllum að
Kisulág innan við Hrappsstaði.
3. Jökuldalshreppur: Vegur frá Gilsárbrú að bænum Brú, ásamt
vegi frá Hákonarstöðum niður að brúnni þar.
4. Hlíðarhreppur: Vegurfrá Sleðbrjót niður aðferjustað á Jökulsá.
5. Tunguhreppur: a. Vegur frá Hróarstunguvegi austan Jökulsár-
brúar á Dal, um Blöndugerði út fyrir Stóra-Bakkaháls og þaðan að
svifferju við Lagarfljót. b. Frá ferjustað á Jökulsá hjá Galtastöðum
ytri, yfir Geirastaðakvísl að Hólsferju á Lagarfljóti.
6. Fellahreppur: a. Vegur af þjóðvegi við Urriðavatn, út með vatn-
inu að austan, neðan við Urriðavatnsbæ að Skógargerði. b. Vegur af
þjóðvegi vestanvert við Urriðavatn, utan við Hafrafellstún, upp yfir
Staffellsás, utan við Staffellsbæ að Fjallsseli.
7. Fljótsdalshreppur: a. Vegur frá Víðivöllum að hreppamörkum
við Gilsá. b. Vegur frá Víðivöllum að Valþjófsstað. c. Vegur frá vænt-
anlegu brúarstæði á Jökulsá í Fljótsdal, við Melgróf, að Kleif.
8. Hjaltastaðahreppur: a. Vegur frá Bergvaði á Selfljóti um
Hreimsstaði, Rauðholt í Hjaltastað, og þaðan á þjóðveg við Hjalta-
staðaklif. b. Vegur frá þjóðvegi við Bóndastaðalæk, og með bæjum
að Hóli. c. Vegur frá Selfljótsbrú að Hrafnabjörgum.
9. Borgarfjarðarhreppur: a. Vegur frá Bakkagerðiskauptúni inn
sveit fyrir ofan Jökulsá, um hlað á Hvoli og Gilsárvöllum, neðan við
tún á Grund, yfir Fjarðará innan við Grundarbæ, inn og suður Tungur,