Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 80
78
MÚLAÞING
yfir Þverá utan við ármót Skúmhattardalsár og Lambadalsár og endar
þar. Þaðan fjallvegur yfir Húsavíkurheiði ofan að Snjóás, þaðan sýslu-
vegur að Neshálsi. b. Frá Bakkagerðiskauptúni (Bólabarði) niður
Heiði, yfir Fjarðará að Desjarmýri.
10. Loðmundarfjarðarhreppur: a. Úr Sævarendakrók að Sævarenda,
þar yfir Fjarðará, um Stakkahlíðarhóla hjá Háuþúfu, þaðan yfir Flóðkíl,
hjá Arnarhólum um Sjónarhraun, Hestabala, Stekkjahraun, Stakkahlíð-
arbakka, yfir Stóru-Hrauná á brúnni, yfir Litlu-Hrauná ofan við Seljamýri,
yfir Seljamýrartún og meðfram Seljamýrarlæk, yfir Nesmela um Nes,
eftir Nesbökkum að Neshjáleigulæk, þaðan upp Neshjáleigudal að Nes-
hálsi. b. Frá veginum milli Fjarðarár og Háuþúfu, inn Stakkahlíðarhóla,
eftir Fjarðarárbökkum yfir Klifstaðablá og Kirkjuá að Klifstað.
11. Seyðisfjarðarhreppur: a. Vegur frá barnaskóla um Eyrar, Há-
eyri, Sörlastaði að Grjótgörðum. Einnig frá barnaskóla að Þórarins-
stöðum. b. Vegur frá Grýtá um Dvergastein að Norðurkletti.
Sjá má að árið 1942 hafa í Vopnafirði verið teknir í tölu sýsluvega,
til viðbótar því sem áður er skráð, þessir vegir: 1. Frá Fremri-Hlíð
austan Vesturdalsár að Hauksstöðum. 2. Frá Hrappsstöðum, um
Guðmundarstaði að Sunnudal. 3. Frá Hvammsgerði um Hámundar-
staði að Ljósalandi.
í sýslufundargerð 1948 er skrá um sýsluvegi. Hefir þeim í sumum
hreppum fækkað frá því sem áður var, vegna þess að þjóðvegir hafa
tekið við hlutverki þeirra. En víða hefir sýsluvegum fjölgað, vegna
þess að hreppavegir hafa verið teknir í tölu sýsluvega, þannig að í
heild hefir sýsluvegum fjölgað verulega. Eins og áður segir voru hreppa-
vegir lagðir niður árið 1963, eða öllu heldur voru þeir þá gerðir að
sýsluvegum. Árið 1964 var gerð ný samþykkt um sýsluvegi, þar segir
meðal annars: „í tölu sýsluvega má ekki taka vegi sem styttri eru en
200 metrar, nema götur í þorpum með færri en 300 íbúa. Sýsluvegur
skal aldrei teljast ná nær býli en 200 metra, ef hann endar þar.“ I
samþykktinni segir einnig að hvert hreppsfélag greiði árlega í sýsluvega-
sjóð sem samsvarar andvirði þriggja dagvinnustunda fyrir hvern íbúa
miðað við kaupgjald í almennri verkamannavinnu hjá Vegagerð ríkis-
ins. Skal gjald þetta greitt í einu lagi árlega á manntalsþingum. Eigi
einhver fasteign í öðrum hreppi eða kauptúni, aðra en jörð í ábúð,
ber honum að greiða vegaskatt af þeirri eign sinni í sýsluvegasjóð. Sá
skattur nemi 6 af þúsundi af virðingarverði mannvirkja, en 12 af þúsundi
af virðingarverði landa og lóða, hvort tveggja miðað við fasteignamat.
í samþykkt sem gerð var um sýsluvegi 1975 varð sú breyting að sýsluveg-