Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 81
MÚLAÞING
79
ur skyldi ekki ná nær býli en 50 metra ef hann endar þar, í stað 200
metra áður. Það var árvisst viðfangsefni sýslunefnda að ræða á fundum
sínum um sýsluvegi, og skipta fé því milli hreppanna sem til ráðstöfunar
var úr sýsluvegasjóði. Skrá um sýsluvegi var birt í sýslufundargerð
1969 og einnig í sýslufundargerð 1972.
Eftir því sem vegir víða í sýslunni voru teknir í þjóðvegatölu styttust
sýsluvegirnir, urðu þeir þá nokkurs konar afleggjarar frá þjóðvegum
heim að bæjum. Árið 1979 er lengd sýsluvega eins og hér segir, sam-
kvæmt úttekt Vegagerðar ríkisins: 1. A-flokkur: Skeggjastaðahreppur
9 km, Vopnafjarðarhreppur 46,9 km, Hlíðarhreppur 17,8 km, Jökul-
dalshreppur 21,8 km, Tunguhreppur 25,5 km, Fellahreppur 16,4 km,
Fljótsdalshreppur 36,9 km, Hjaltastaðahreppur 18,4 km, Borgar-
fjarðarhreppur 9 km, Seyðisfjarðarhreppur 9,1 km. 2. B-flokkur, það
eru vegir að eyðibýlum o. fl. Heimildarvegir: Skeggjastaðahreppur 2,7
km, Vopnafjarðarhreppur 8,3 km, Tunguhreppur 8,5 km, Fellahreppur
2,5 km, Hjaltastaðahreppur 8,2 km, Borgarfjarðarhreppur 0,5 km,
Seyðisfjarðarhreppur 4,7 km.
Eins og fram hefir komið, var sýslunefndarmönnum hverjum í sínum
hreppi falið að sjá um sýsluvegagerðina. Eftir að Vegagerð ríkisins fór
að ráða fasta verkstjóra við þjóðvegagerðina, tóku þeir að sér að
leiðbeina við lagningu sýsluveganna, má þar fyrst til nefna Jón ísleifs-
son. Nánar má um þetta fræðast í þættinum Vegagerð og brúarsmíð
í Múlasýslum, sem birtist í Múlaþingi 15. hefti.
Á tímabilinu 1919 - 1956 er svo til árlega samþykkt á sýslufundum
að fela oddvita að sækja um fé úr landssjóði til fjallvega. í því sambandi
eru árlega nefndir 3-4 fjallvegir. Þeir fjallvegir, sem til greina koma,
voru Sandvíkurheiði, Hellisheiði og um Búr, Smjörvatnsheiði, Fella-
heiði, Fljótsdalsheiði, Vestdalsheiði, Hjálmárdalsheiði, Nesháls, Húsa-
víkurheiði, Kækjuskarð, Tó og Gönguskarð. Ekki verður séð í sýslu-
fundargerðum hvaða árangur þessar fjárbeiðnir hafa borið. Hafi eitt-
hvert fé fengist til fjallveganna, hefir Vegagerð ríkisins séð um fjall-
vegagerðina. Það má þó sjá, að á árabilinu 1925 - 1938 hefir sýslan
kostað eftirlit með sæluhúsi og leiðarstaurum á Smjörvatnsheiði. Það
verkefni fól nefndin þeim Gunnari Jónssyni bónda á Fossvöllum og
Birni Sigurðssyni bónda á Hrappsstöðum, og síðar Helga Gíslasyni
bónda þar.
Oft hafa á sýslufundum verið samþykktar beiðnir til alþingismanna
eða ríkisstjórna um að gangast fyrir ýmsum samgöngubótum í sýslunni.
M. a. var árið 1933 farið fram á að vegur frá Vopnafirði að Möðrudal