Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 86
84
MÚLAÞING
rekstur, svonefnd Bremnæsmál, báturinn hét „Bremnæs“. Baksi þessu
við hafnargerðina lauk 1899. I júní það ár drukknuðu fjórir sjómenn
frá Borgarfirði við vöruflutninga um ósinn. Þegar ekki var lengur um
lendingu við Lagarfljótsós að ræða, tók vogur í nánd við Selfljótsós
við sem lendingarstaður fyrir strandbátinn, enda hafði hann áður lent
þar, þegar ólendandi var við Lagarfljótsósinn. Lendingarstaðurinn við
Selfljótsós var nefndur Óshöfn. Þar var á tímabili verslun á Krosshöfða
sem í daglegu tali var nefndur Höfði. Arið 1904 samþykkir sýslunefndin
að verkfræðingur skoði höfn og lendingu við Selfljótsós, með tilliti til
lendingarbóta þar. Ekki er getið framlags frá sýslunni til nefndra lend-
ingarbóta fyrr en á árabilinu 1926 - 1937, þá er svo til árlega veitt fé
til Óshafnar gegn framlagi annars staðar frá, er þá Stapavík meðtalin
síðustu árin.
Um strandferðir er síðast bókað í sýslufundargerð 1909 þannig: „Lagt
fram tilboð frá eigendum gufuskipsins Hrólfur, um að halda uppi strand-
ferðum við Austurland á þessu sumri, með því skilyrði að þeim yrði
veittur 10.000 kr. styrkur úr landssjóði til þessa. Tilboði þessu fylgdi
frumvarp til ferðaáætlunar. Ennfremur var lagt fram tilboð um sömu
ferðir frá útgerðarmanni gufuskipsins „Uller“. Loks upplýstist að stór-
kaupmaður Thor E. Tulinius ætlaði innan skamms að gera tilboð um
þessar strandferðir.“ Sýslunefndin samþykkti að fela oddvita sínum að
samþykkja fyrir sína hönd áætlun um strandferðir þessar. Um siglingar
er ekki mikið meira að segja, þó má geta þess að á árunum 1904, 1905,
1910 og 1911 samþykkti sýslunefndin styrkveitingar til mótorbáts er nefnd-
ist Lagarfljótsormur og gekk frá Egilsstöðum að Brekku í Fljótsdal.
Það má sjá í sýslufundargerðum, að sýslan hefir, með samþykki
sýslunefndar, tekið þátt í kostnaði við lendingarbætur víðar en við
Héraðsflóa. Á árunum 1946 og 1947 er lagt fé til bryggjugerðar á Höfn
í Bakkafirði, og einnig á árunum 1953 - 1954, þótt í minna mæli sé.
Árið 1956 var veitt fé til lendingarbóta við Hraunárklöpp í Loðmund-
arfirði, og sama árið til að bæta lendingu í Húsavík. Til lendingarbóta
í Borgarfirði veitt fé árið 1942, og til bryggjugerðar þar 1944, 1945,
1946 og 1952. Til lendingarbóta á Vopnafirði árið 1948, og til bryggju-
gerðar þar 1930, 1932, 1943, 1944 og 1949. Nefndir eru fleiri staðir
með það í huga að gera þar lendingarbætur fyrir báta, m. a. Múlahöfn
eða Móvík við Héraðsflóa.
Á árabilinu 1909 - 1945 eru oft á sýslufundum samþykktar áskoranir
á ríkisstjórn að láta leggja símalínur um sveitir í sýslunni og fjölga þar
símstöðvum.