Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 90
MÚLAÞING
Aö þessu sinni voru útgerðarmennirnirþeir Sigurður Jónsson útvegs-
bóndi á Þórarinsstöðum, Þórarinn sonur hans, Þórarinn Hávarður Þor-
steinsson, formaður á bátnum, Jón Óskar Þorsteinsson bróðir for-
mannsins og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri h/f Framtíðarinnar.
Þetta var í fyrsta sinn sem Ægir átti að gerast út á vetrarvertíð, en var
annars, svo sem venja var til á Seyðisfirði, með þessa litlu vélbáta,
settur á land að haustinu, og stóð þar í nausti sínu endurnærður af
viðhaldi þar til að vorvertíðin byrjaði, sem oftast var í byrjun maí eða
fyrri hluta hans, og þá gerður út af Sigurði útvegsbónda á Þórarinsstöð-
um. En nú átti að reyna gæfuna á Hornafirði. Við lögðum af stað frá
Seyðisfirði kl. 2 e. m. eða 14, eins og nú er sagt, þann 7. febrúar í
þessa vertíðarferð.
Áhöfn Ægis var þessi, allt Seyðfirðingar:
Þórarinn H. Þorsteinsson formaður 32 ára, útgerðarmaður.
Jón Óskar Þorsteinsson háseti 20 ára, útgerðarmaður.
Ólafur Guðjónsson háseti 23 ára.
Ragnar Sigurðsson háseti 18 ára.
Þetta voru sjómennirnir, en auk þeirra voru á bátnum:
Þórarinn Sigurðsson landformaður 27 ára, útgerðarmaður.
Eiríkur Vigfússon landmaður við útgerðina 41 árs.
Nú kann einhver að spyrja: Hver var stýrimaður, hver vélstjóri, hver
kokkur? Á þessum árum þekktist ekki að ráðnir væru stýrimenn, vél-
Jón Óskar Porsteinsson.
Pórarinn H. Porsteinsson (ungur).