Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 93
MÚLAÞING
91
Á Fáskrúðsfirði lágum við svo veðurtepptir í 2 og hálfan dag, þó
með þeim undantekningum að tvisvar lögðum við af stað til Florna-
fjarðar, en komumst í bæði skiptin aðeins út að Kambanesinu og urðum
að snúa þar aftur inn til Fáskrúðsfjarðar vegna sunnanstorms.
Svo kom að því að sunnanveðrið gekk niður, en það skipti engum
togum, að þá gerði norðvestan storm. Við þessa áttabreytingu var
hugsað til ferðar, og var nú meiningin að ná í einum áfanga til Horna-
fjarðar.
Meðan við lágum á Fáskrúðsfirði og biðum byrjar kom vélbáturinn
Drífa frá Norðfirði, sem áður er getið, þangað inn, einnig á leið til
Hornafjarðar. Formaður á Drífu var þá Benedikt Benediktsson frá
Borgareyri í Mjóafirði. Hann var lengi formaður á Drífu og þá oft
nefndur Drífu-Bensi. Hann var vel kunnugur leiðinni til Hornafjarðar,
eins og Siggi Jóns formaður Gnoðarinnar, sem áður er getið, en við
Ægismenn allir ókunnugir þeirri leið, sem enn var ófarin.
Daginn sem við ætluðum af stað frá Fáskrúðsfirði, var eitthvað sem
tafði förina fyrir öðrum hvorum samferðabátanna. Við komumst því
ekki af stað fyrr en kl. 10-11 um kvöldið. Mun þá hafa verið kominn
12. febrúar og því rúmir 6 sólarhringar frá því að við héldum að heiman.
Veðuráttin var enn af norðvestri, allhvass, en fór heldur minnkandi,
þegar við leystum landfestar á Fáskrúðsfirði og héldum út fjörðinn, út
í dimma vetrarnóttina, allir 3 samflota.
Það var byrjað að birta, þegar við komum suður undir Papey. Þá
gekk norðvestanáttin niður, og að svipstundu liðinni var komin suðaust-
an átt, sem varð þó ekki meiri en kaldi, en honum fylgdi snjómugga.
Var nú haldið áfram ferðinni, og það þyngdi heldur vindinn, svo segja
má að kominn væri stinningskaldi, þegar komið var í Lónsbugtina.
Sóttist nú ferðin sæmilega, og allir sáu hver til annars. Þegar við vorum
komnir suður undir Stokksnesið stoppuðu samferðabátarnir, Drífa og
Gnoðin. Við hægðum þá ferðina og lónuðum þarna dálítið suður með,
en þá hurfu báðir bátarnir sjónum okkar, og sáum við þá ekki meir í
þessari ferð. Þegar hér var komið ferðinni, var komið myrkur og tals-
verður stormur. Veðuráttin var þá gengin til suðvesturs og útlitið því
ekki gott. Vegna þess að við á Ægi vorum allir ókunnugir á þessum
slóðum, treystum við okkur ekki til þess að fara inn á Hornafjörð við
þessar kringumstæður. Stopp þeirra Drífu og Gnoðar norðan við
Stokksnesið stafaði af því, að Gnoðin var þá að taka olíu hjá Drífu,
og þar sem þessi olíumál koma svo mjög við þessa frásögn, finnst mér
rétt að geta þeirra hér nokkru nánar.