Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 95
MÚLAÞING
93
að taka það, þegar við vorum á Fáskrúðsfirði, og flytja það til Horna-
fjarðar, en það var þá við þá bryggju sem við lágum við, en Drífa var
þá við aðra bryggju.
Við vorum þá beðnir um að taka timbrið, svo að Drífa þyrfti ekki
að vera að snúast þarna á milli bryggja. Nú ákvað formaðurinn, Tóti
bróðir minn, að við tækjum nokkuð af þessu timbri og byndum það
við akkerið. Þetta gerðum við og köstuðum því svo í sjóinn, einnig
helltum við smurolíu í sokka og bundum fyrir þá, og bundum þá síðan
utan á bátshliðarnar fyrir framan miðju. Þetta heppnaðist allt slysalaust
í myrkri, stórsjó og roki. Ég segi myrkri, því að dauf var skíman frá
olíulugtinni í mastrinu, sem enn nórði á. Þegar þessu var lokið var
eins og við værum komnir inn á heiðartjörn, svo mikil voru umskiptin.
Það kom ekki skvetta inn á dekkið, og báturinn lá alveg ágætlega.
Þetta mun hafa verið seint unr föstudagskvöldið 13. febrúar. Suðvest-
anstormurinn hélst alla næstu nótt og fram undir morgun, en þá lygndi
og gerði ágætt veður. Við höluðum svo upp drifakkerið. Þegar því var
lokið, var farið að huga að ráðum til þess að koma vélinni í gang. Við
höfðum raunar átt þarna mjög sæmilega nótt þrátt fyrir veðurofsann,
en það áttum við drifakkerinu og smurolíunni að þakka, og góðum
ráðum formannsins. En nú var hugmyndin sú að koma vélinni í gang
með því að lyfta upp steinolíunni í olíutanknum. Leiðslan frá olíu-
tanknum gekk dálítið upp í hann, svo sem venja er, til þess að sori
Eiríkur Vigfússon.
Ragnar Sigurðsson Vestdalseyri.