Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 97
MÚLAÞING
95
obsvogur, vestan til á Búlandinu. Við héldum svo út úr vogi þessum.
Eftir á kom okkur þó í hug að líklega hefði verið réttast að reyna að
vera um kyrrt þarna inni á voginum, þótt ókyrrt væri, þar hefði kannski
helst verið hjálpar að vænta úr landi. En það fór nú svona, út héldum
við og ennþá var vélin í gangi. F>að var mjög hvasst á norðan-norðvest-
an, þegar við komum út úr voginum. Þá stoppaði vélin í þriðja sinn í
þessum hrakningum og fór ekki í gang eftir það. F*á var enn sett upp
stórseglið og halað norður með, og vissum við þá ekki í raun réttri
hvar við vorum staddir. Okkur var þó fullljóst, að þarna vorum við
enn á háskalegum slóðum, en allt gekk þó vel, og fengum við ekkert
áfall á bátinn. Við lentum aftur inn í grynnri álinn en nú á norðurleið.
Við höfðum því Búlandsnesið á bakborða, en skerin á stjórnborða,
og einhvern veginn sluppum við úr þessum heljargreipum. Sá var þó
munurinn á þessari seinni ferð í gegnum skerjaklasann og þeirri fyrri
um kvöldið áður, að nú var kolsvarta náttmyrkur, og hlífði það okkur
við að sjá skerin sem braut á, eiginlega allt umhverfis okkur. Nokkrum
árum síðar, eða um og eftir 1923, gerðum við út vélbátinn F*ór NS 243
frá Djúpavogi. Pá fengum við tækifæri til þess að kynnast þessari leið,
um grynnri álinn, sem hægt var að fara í góðu veðri af kunnugum
mönnum. Varð okkur þá enn ljósara í hve bráðum háska við höfðum
verið þarna á Ægi aðfararnótt þess 17. febrúar 1920 og daginn þar á
undan, en þá sáum við hættuna, því að þá var dagur.
F*egar við sigldum þarna um nóttina norður Berufjarðarálana, stóð
stormurinn beint út Berufjörðinn og var hann mjög hvass. Það var
alveg yfirnáttúrlegt, að báturinn skyldi geta halað svona norður álana
alla nóttina án þess að rekast á skerin, eða að við yrðum þeirra varir,
því að krökkt er af þeim á þessum slóðum.
Ég get ekki sagt, að það hafi verið okkur að þakka eða á okkar
valdi, að við sluppum úr þessum lífsháska út af skerjasvæðinu. Það
var vissulega einhver hulin hönd, einhver verndarvættur, sem bjargaði
okkur og gamla Ægi úr þessum heljargreipum. F>egar birti um morgun-
inn vorum við út af Berufirðinum út og austur af Papey.
Pá var reynt að sigla upp undir eyna að vestanverðu, þar sem vog-
urinn er. Væntum við þess að geta fengið einhverja hjálp þar.
Þá var svo mikið brim við eyna, að Papeyingar, sem fylgdust með
ferðum okkar, treystu sér ekki til þess að komast út til okkar.
Þá var ekki komin talstöð í Papey, og kom þar ekki fyrr en löngu
síðar, svo að Papeyingar gátu ekki tilkynnt um ferðir okkar til fasta-
landsins á þann hátt, heldur höfðu þeir notað þann gamla sið að flagga