Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 99
MULAÞING
97
Eftirvœntingin heima
Það var búið að spyrjast fyrir um Ægi í síma, svo að menn vissu að
hans var saknað. Hér geri ég aðeins hlé á frásögn Jóns og get þess,
sem ég heyrði sagt um afdrif Ægis á Djúpavogi og víðar og eftirvænting
aðstandenda skipshafnarinnar heima á Seyðisfirði um afdrif hennar og
bátsins. Því get ég bætt hér við frásögn Jóns, að heima á Þórarinsstöðum
frétti fóstri minn, Sigurður Jónsson, einn af útgerðarmönnum Ægis,
það úr símanum kvöldið áður en Ægir var dreginn til hafnar, að þá
hafi sést ljós á báti eða einhverju skipi frá Búlandsnesi, þar skammt
undan landi. Hafi menn þá farið með handlugt fram á nesið og séð
ljósið á bátnum nokkra stund, en svo hafi það horfið með öllu. Djúpa-
vogsmönnum hafði þá verið sagt frá því, að Ægir væri hvergi kominn
fram, sennilega haft eftir þeim á hinum bátunum, öðrum hvorum eða
báðum, sem komnir voru að landi, Drífu og Gnoðinni. Talið var því
öruggt, að ljósið sem sást og hvarf, hefði verið á Ægi.
Mennirnir sem þarna voru fram á Búlandsnesinu vissu vel um þá
hættu sem hverri fleytu var þarna búin, svo þegar ljósið hvarf, töldu
þeir sennilegast að þá væri báturinn horfinn fyrir fullt og allt. En þessir
menn voru þó áfram þarna á nesinu fram eftir nóttu, ef eitthvað kynni
að reka að landi úr bátnum.
Næsta dag var Ægir yfirleitt talinn af á Djúpavogi og af öllum þeim
sem þekktu skerjagarðinn undan Búlandinu, einkum þó vegna þess að
ljósið hvarf. Þegar Ægir lá inni á Jakobsvogi, sáu þeir, eins og áður
er getið, ljósið á olíulugtinni þeirra sem á nesinu voru, a. m. k. af og
til, en toppljósið á Ægi var aðeins á olíulugt eins og þeirra sem í landi
voru. Hliðarljósin (lanternene), blátt og rautt, sáust ekki langt að með
svo ófullkomnum ljósatækjum sem þá voru á þessum litlu bátum. Þótt
flestir álitu að Ægir hefði farist þarna á skerjunum með öllum
mannskap, þá var fóstra mínum ekki sagt neitt um það álit manna, en
um hvarf ljóssins frétti hann þó. Þetta voru daprir febrúardagar heima
á Þórarinsstöðum, ég var þá á 11. árinu. Þeim dögum hefi ég ekki
gleymt, þótt liðin séu 60 ár í febr. 1980.
Um sama leyti og Ægir lenti í hrakningunum, veiktist fóstra mín,
Þórunn Sigurðardóttir, kona Sigurðar fóstra míns. Hún lá þá fyrir
dauðanum, þegar þessar símafréttir komu. Ekki heyrðist æðruorð frá
fóstra mínum, hann var alltaf sama prúðmennið og stillingin, þótt þetta
heljarfarg harms og óvissu hvíldi á honum. Um kvöldið 15. febrúar