Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 100
98
MÚLAÞING
kom fréttin úr símanum - Ægir var kominn inn til Djúpavogs, og öllum
af áhöfninni leið vel. Um kvöldið 18. febrúar dó fóstra mín.
Þetta var nú aðeins innskot mitt, sem þetta færi á blað, og er nú
best að Jón segi frá.
Viðtökurnar á Djúpavogi
Djúpavogsmenn töldu okkur úr helju heimta. Við bátsfélagarnir
vorum allir boðnir heim til Elísar Jónssonar verslunarstjóra og Guð-
laugar Eiríksdóttur konu hans. Þau hjónin voru bæði kunnug á Seyð-
isfirði, Elís fæddur þar og uppalinn, bróðir Sigurðar Jónssonar fram-
kvæmdastjóra Framtíðarinnar h/f og eins af útgerðarmönnum Ægis.
Guðlaug var áður búsett á Seyðisfirði, þá gift Snorra Wium pönt-
unarfélagsstjóra þar, en missti hann á besta aldri og giftist þá síðar
Elísi, sem var verslunarstjóri á Vopnafirði og síðar á Djúpavogi fyrir
Framtíðina h/f. Þessi heiðurshjón sóttu okkur strax um kvöldið niður
í Ægi og fengum við frábærar móttökur á því góða heimili.
Hjá þeim hjónum gistum við svo þann tíma sem við vorum á Djúpa-
vogi.
Við vorum þarna á flengingardaginn, og komu þá dætur þeirra hjóna
og vinnukonurnar og flengdu okkur alla með bolluvöndum. Varð úr
þessu hin besta skemmtun. Bollur fengust þá engar á Djúpavogi, en
ég keypti súkkulaði og gaf dömunum. Þarna undum við svo við spil
og fleira gaman þann tíma, sem við áttum eftir að vera á Djúpavogi.
Á 7. degi okkar á heimili þeirra hjóna átti Þórarinn Sigurðsson
afmæli, varð þá 27 ára. Var þá haldið upp á það með rjómatertum og
súkkulaði. Þannig var allt gert til að gleðja okkur og hressa. Tóti
Sigurðsson, en svo var Þórarinn jafnan nefndur, eins og Tóti bróðir
minn, frétti strax þann 19. um lát móður sinnar.
Var það sorgarfregn okkur öllum, en á þessu góða heimili var reynt
að dreifa huganum frá sorginni.
Nú er að segja frá samferðabátunum sem verða áttu, Drífu og Gnoð-
inni. Þeir hurfu okkur sjónum eins og áður er getið suður við Stokksnes,
þegar Gnoðin var að taka olíu hjá Drífu. Þegar suðvestanveðrið skall
á þá um kvöldið, sneru þessir bátar einnig við, þótt formenn þeirra
beggja væru vel kunnugir á þessum slóðum. Drífa lensaði þessa óveð-
ursnótt austur á Fáskrúðsfjörð, en Gnoðin hélt í einni lotu áfram
ferðinni alla leið austur á Norðfjörð. Við urðum svo ekki frekar varir
við þessa báta á þessari eftirminnilegu ferð okkar til Hornafjarðar.