Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 108
106
MULAÞING
nágranna, að vísu er Mjóifjörður á milli, en þessi sumur, sem Drífa
var í beinaflutningunum, komust þessir austfirsku grannar í gott
samband. Voru þeir æði margir sem brugðu sér á milli fjarðanna með
Drífu undir öruggri stjórn Guðna Þórðarsonar og dillandi harmoniku-
músik Gvendar fimmfalda, en svo var Guðmundur kokkur oft nefndur,
því að hann átti fimmfalda harmoniku, sem hann lék á af mikilli snilld.
Drífa var svo gerð út frá Norðfirði í nokkur ár eins og venjulegir
landróðrarbátar svo nefndir, sem komu daglega að landi. Hún var
einnig gerð út á troll. Seinustu formenn á henni þar, sem ég hefi heyrt
nefnda, voru þeir Magnús Pálsson og Anton Lundberg.
Drífa var svo seld eitthvað suður, en endalok hennar urðu þau að
hún sökk við Hafnir á Reykjanesi 6. febrúar 1953.
Þá er að síðustu að geta Ægis NS 196. Hann var gerður út næstu
sumur frá Þórarinsstöðum. Lengst af var formaður á Ægi Magnús
Jónsson faðir minn, síðar í Vestmannaeyjum, lengi formaður þar á
ýmsum bátum, svo Helgi Bakkmann um tíma, eitt sumar - 2 mánuði.
Þá Þórður Þórðarson frá Sléttabóli í Eyjum eitt sumar 1919 og síðast
Þórarinn H. Þorsteinsson, sem var með hann á Hornafjarðarvertíðinni.
Um haustið 1921 slitnaði legufæri Ægis, þar sem hann lá við bólfæri
Vélbáturinn Ægir á Djúpavogi. Afturmastur var sett áhann þar eftir aðþessi saga gerðist.