Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 114
112
MÚLAÞING
Fyrir fundinum lá áætlun verkmeistara Forbergs um kostnað við
byggingu talsímalínu yfir Króardalsskarð, frá Firði að Fjarðarseli, og
eftir yfirlýsingu hans var von gefin um að landsstjórnin legði til staura
þá sem á fjallveginn þyrfti, ef féð að öðru gyldist annars staðar frá og
tæki landsstjórnin síðan við línunni og viðhaldi hennar.
Gjört var ráð fyrir að talsímalína yrði lögð frá Firði að Brekku af
sveitarfélaginu.
Undir atkvæði var borin spurning um hvort fundarmenn óskuðu
talsímasambands og var henni játað með öllum atkvæðum. (Leturbreyt-
ing V. H.).
Kostnað þann sem af fyrirtækinu leiddi áleit fundurinn að sveitinni
væri eigi ofvaxið að greiða, einkum vegna þess að Ellefsen hvalveiði-
maður hafði boðist til að styrkja fyrirtækið, bæði með peningaláni,
ókeypis stauraflutningi og ríflegu sveitartillagi. Aætlað var að sveitar-
sjóður mundi þurfa að leggja til sambandsins yfir Króardalsskarð allt
að 4.000 kr. til sambands milli Brekku og Fjarðar ca. 3500 kr.
Svolátandi fundarályktun var borin undir atkvæði og samþykkt með
13 atkvæðum:
Að athuguðu máli álítur fundurinn að kostnaður við talsímalagningu
til Norðfjarðar verði meiri en til Seyðisfjarðar, auk þess eigi von á
neinni hluttöku af hálfu landsstjórnarinnar þar, hvorki til fjárframlaga
eða viðhalds og leiðin torsóttari, en samband Norðfjarðar við Eskifjörð
mjög tvísýnt. Hallast hann því að sambandi við Seyðisfjörð yfir Kró-
ardalsskarð með miðstöð í Firði, og felur fundurinn hreppsnefndinni
að flytja það erindi við landsstjórnina svo fljótt að framkvæmdur verði
flutningur á byggingarefni línunnar á komanda vetri, eins og líka að
sækja um leyfi handa sveitinni til talsímalagningar frá Firði að Brekku,
og sé samband komið á helst eigi síðar en 31. júlí 1907.
Fundarbók upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Þ. Halldórsson G: Jónsson.“
Gunnar Jónsson útvegsbóndi í Holti skrifaði þessa fundargerð eins
og mjög margar aðrar fundargerðir nefnda og félaga í Mjóafirði á
löngu árabili. Hann sat þá í hreppsnefndinni eins og fyrr getur ásamt
Konráði og séra Þorsteini oddvita, sem var talsmaður Mjófirðinga út
á við í símamálinu.
Oddviti lét ekki sitt eftir liggja
Afgreiðsla sveitarfundarins var afdráttarlaus eins og fundargerðin