Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 115
MÚLAÞING
113
ber meö sér, og það var tafarlaust hafist handa um að koma ályktun
fundarins á framfæri. Ritar oddviti „Stjórnarráði Islands“ þann 3. okt-
óber, aðeins fjórum dögum eftir að fundurinn er haldinn - og er þá
búinn að vera á Seyðisfirði og semja við bæjarstjórnina þar um þátttöku
kaupstaðarins í símalögninni. Kemur þetta og fleira fram í bréfinu sem
ég tek hér upp í heild, því það segir sína sögu um vinnubrögð og úrræði:
„Á almennum sveitarfundi í Mjóafirði sem haldinn var 29. f. m. þar
sem mættir voru fjórtán atkvæðisbærir menn að meðtöldum öllum
hreppsnefndarmönnum sem boðað höfðu til fundarins, til að ræða og
taka ákvarðanir um talsíma til Mjóafjarðar. Var sú ákvörðun samþykkt
af öllum fundarmönnum að sækja um til Stjórnarráðs íslands að leggja
talsíma frá Fjarðarseli í Seyðisfirði yfir Króardalsskarð að Firði í Mjóa-
firði sem miðstöð og taka að sér viðhald hans.
Fundurinn áleit, með hliðsjón af áætlun verkmeistara Forbergs, (leið-
in 9 km, kostnaður 8.500 kr.), og mælingu bóndans í Firði, Sveins
Ólafssonar, (leiðin 7.2 - 7.6 km), að kostnaðurinn við símalagninguna
mundi verða 7.000 - 7.500 krónur. Af þessari upphæð var gjört ráð
fyrir (samkvæmt samtali undirskrifaðs og Sveins Ólafssonar við
Forberg) að landssjóður mundi leggja til 2.000-2.500 kr. og sömuleiðis
var talið líklegt að Seyðisfjarðarkaupstaður mundi leggja til sambands-
ins að minnsta kosti 1.000 kr. Varð þá ákvæði fundarins með öllum
atkvæðum, að hreppssjóður Mjóafjarðar skyldi leggja fram allt að
4.000 kr. til símasambandsins.
Jafnframt var ákveðið að sveit-
arfélag Mjóafjarðar leggi tal-
síma frá Firði að Brekku (ca. 12
km), og skyldu bæði landssím-
inn og prívatsíminn lagðir næsta
sumar, helst innan loka júlí.
Fundurinn fól svo hreppsnefnd-
inni allar framkvæmdir í að
koma þessu máli sem fyrst á
framfæri við Stjórnarráð íslands
og gjöra nauðsynlegar ráðstaf-
anir snertandi lagningu prívat-
símans, og var þá mér af með-
nefndarmönnum mínum falið
að fá það allra fyrsta vissu fyrir
Vilhjálmur Hjálmarsson Brekku. hve mikið fé bæjarstjórn Seyðis-