Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 116
114
MÚLAÞING
fjarðarkaupstaðar vildi leggja til talsímans yfir fjallið. Og þegar vissa
væri fengin fyrir því, þá að nota talsíma eða ritsíma til að fá ákveðið
svar frá ráðherra eða Stjórnarráðinu.
Þann 1. þ. m. fékk ég því framgengt, að bæjarstjórnin lofaði að
leggja til símans 1.000 kr., með því skilyrði að talsími kæmi um leið
út í Brekkuþorp.
Daginn eftir reyndi ég að skýra ráðherra frá málavöxtum gegnum
talsíma, en það mistókst vegna einhvers ólags. Fékk ég það svar að
ég skyldi símrita sem ég þegar gjörði í fæstum orðum. Svar hef ég enn
ekki fengið (og var það þó borgað). En af því að ferð fellur um þetta
leyti til Reykjavíkur með Ceres, þá vil ég hér með fyrir hönd Mjóa-
fjarðarhrepps sækja um að Stjórnarráð íslands láti leggja, helst innan
júlíloka næsta ár, talsíma milli Fjarðar í Mjóafirði og Seyðisfjarðar-
kaupstaðar yfir Króardalsskarð, og láti annast viðhald símans, en fái
5.000 kr. tillag frá Mjóafirði og Seyðisfjarðarkaupstað. Þar eð flýta
þarf fyrir málinu vegna undirbúnings undir prívatsímann frá Firði að
Brekku, óskast að svar Stjórnarráðsins komi svo fljótt sem unnt er.“
Skeyti ganga nú á milli oddvita og ráðherra og svo bréf. Meðal
annars er sótt formlega um leyfi til þess að leggja einkasíma út að
Brekku og „undirskrifuð og send skuldbinding um að viðhalda talsíma-
stöð í Firði“. Undirtektir stjórnvalda virðast allar hafa verið jákvæðar.
Og það er strax farið að rœða um framkvæmdirnar fullum fetum og
undirbúa þær.
Sýslumaður virðist síðan hafa haft einhverja meðalgöngu. Segir hann
til dæmis í bréfi dagsettu 2. nóvember:
„Þér eruð beðnir herra oddviti, með póstinum til baka, að láta mig
vita hvernig yður gengur að fá fólk til að flytja telefónstaurana þá 120
sem koma á Mjóafjörð.“
Oddviti svarar þessu bréfi um hæl: „Út af bréfi yðar herra sýsiumaður
dagsettu í gær skal þetta tekið fram:
Sveinn Ólafsson borgari í Firði mun flytja símastaurana. Hann er
nú staddur á Seyðisfirði og á þar að símrita til Stjórnarráðsins tilboð
um þetta efni. Fólk til að flytja símastaurana mun ekki vanta.“
Lögð á útsvör og leitað til Ellefsens
Þann 7. nóvember heldur hreppsnefndin fund og fj allar meðal annars
um símamálið:
„Var tekið fyrir að jafna niður aukaútsvörum. Hefur þetta verk