Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 119
MÚLAÞING
117
setji fram öll skilyrði þar að lútandi. En hér mátti engan tíma missa
og oddviti skrifaði Stjórnarráðinu 13. desember 1906 og sagði meðal
annars:
„í fullu trausti þess að leyfi yrði veitt til að leggja einkasímann án
nokkurra skilyrða sem óaðgengileg væru, höfum vér fyrir nokkru síðan
beðið Hans Ellefsen hvalveiðamann að útvega oss allt efni til talsímans
og færa oss það á komandi vori. í pöntuninni var fram tekið að þræðirnir
skyldu vera tveir, helst stálþræðir, og viðvíkjandi staurunum var bent
á að átján feta hæð og þriggja til fjögurra þumlunga þvermál í mjórri
endann mundi vera hæfilegt. Annars var honum gefin utanáskrift til
O. Vestad, ef hann skyldi vilja ráðfæra sig við hann.
Þar sem H. Ellefsen sjálfur ætlaði að leggja talsíma á komandi sumri
heim til sín að Asknesi frá Firði, þá þykjumst vér vita að hann sé
háður sömu skilyrðum sem vér og að þessi skilyrði séu honum kunn,
eða verði það í tæka tíð. Þessa vegna og eins vegna hins að oss eru
ekki kunn öll skilyrðin, leiðum vér hjá oss að gefa Ellefsen nokkrar
frekari bendingar í þessu efni.“
Hér eru engin vettlingatök um hönd höfð. Allt er þá þegar komið
á fulla ferð og meðal annars tekið að panta efni, þótt hið formlega
leyfi fyrir einkasíma komi ekki fyrr en 20. febrúar á næsta ári, 1907.
Nokkru seinna um haustið er Hans Ellefsen skrifað til Noregs og
„þess vænst“ að hann láni hreppssjóði fjögur þúsund krónur vegna
símalagningarinnar.
NÆGUR MANNSKAPUR - MINNA UM VÉLARNAR
í þessum kafla verður sagt frá vinnubrögðum, tólum og tækjum,
verkalaunum og fleiru, þegar sími var lagður milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar, frá Fjarðarseli að Brekku.
Þeir menn voru óloppnir sem færðu símastaura og annað efni úr
flæðarmáli og allt upp á Króardalsskarð - á sjálfum sér- á útmánuðum
1907. Mjófirðingar sáu um syðri hlutann og þann lengri, Seyðfirðingar
um þann norðari og brattari.
Það er ljóst að efni í símalögnina hefur verið flutt til landsins með
vöruflutningaskipum hvalveiðistöðvar Hans Ellefsen. Mér þykir líklegt
að þeim staurum sem fara áttu í fjallið sunnanvert hafi verið skipað
upp þar inn við fjarðarbotninn. Hinir voru settir á land á Asknesi og
þeim síðan dreift á norðurströndina þar sem einkasíminn milli Fjarðar