Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 127
MÚLAÞING
125
flutningarnir kr. 559.70, enda er töluvert mikið lengra upp á Skarð
þeim megin og því fleiri staurar.
Þá virðast greiðslur fyrir uppihald og þess háttar hafa verið sanngjarn-
ar. Séra Þorsteinn tekur sjötíu og fimm aura á dag fyrir Ole Vestad,
fæði og gisting. Peter Andreassen fær 17 kr. „fyrir að elda fyrir Norð-
menn þá sem vinna að talsímabyggingu milli Brekku og Fjarðar dagana
1.-24. maí.“
Og Haraldur Jónsson „bókbindari“ tekur sextíu og fimm aura á dag
fyrir sama starf, auk kr. 1.50 fyrir ræstingu í níu daga.
„Uppmælingin“ hefur líka verið sæmilega hagstæð fyrirtækinu. Kem-
ur það meðal annars fram á reikningi frá Sveini borgara Ólafssyni. Þar
er „mörkun og mæling“ reiknuð á kr. 1.00 pr. km. og „grafnar holur“
seljast á sama verði. Það er enn til marks um hófsemi „gömlu mann-
anna“ gagnvart því opinbera, að „bátur og tæki, brotnar árar, trássa“
reiknast hér aðeins á tvær krónur samtals.
Nú verður þessi stofnsaga ekki lengri að sinni. Og í raun er hér ekki
sögð bein saga, heldur rétt brugðið upp nokkrum svipmyndum frá
eftirminnilegum atburði í afskekktu byggðarlagi, að langmestu leyti
eins og þær koma fyrir sjónir á blöðum gömlu hreppsbókanna.
Landsímastöðin í Firði var opnuð 10. ágúst 1907. Nær gat það varla
farið ályktun sveitarfundarins 9. september haustið áður, sem setti það
mark að síminn kæmist í brúk í lok júlímánaðar. Má þetta kallast
laglega af sér vikið.
Einkasíminn milli Fjarðar og Brekku er nokkru fyrr á ferðinni að
því er virðist, því þann 4. júlí er Forberg landsímastjóra skrifað um
taxtann þar á milli sem „gengur í gildi þegar samband er fengið til
Seyðisfjarðar.“ Og símalína Ellefsens milli Fjarðar og Askness var
tilbúin fyrri hluta júnímánaðar, því Benedikt Sveinsson skrifar í dagbók
sína þann 12.:
„Það kvöld vígðu þeir telifónþráðinn, Sveinn og Ellefsen, nefnilega
töluðu saman í einnar mílu fjarlægð, sem er í millum þeirra.“
Þess má geta að stöðin í Brekkuþorpi var frá upphafi nefnd Brekka
þótt aldrei hafi hún verið til húsa á Brekku, og hélst það, til 1988. Nú
heitir hún Mjóifjörður.
Taxtar og skýrslur
Talsverðar umræður urðu í hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps um sím-
gjöldin á einkasímanum milli Fjarðar og Brekku. Sýnist mér að það