Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 128
126
MÚLAÞING
hafi um langt árabil verið fimmtán aurar fyrir viðtalsbilið (þrjár mínút-
ur).
Mjófirðingar láta sig einnig nokkru varða um taxtann milli Fjarðar
og Seyðisfjarðar, enda lögðu þeir mikið til línunnar í upphafi. Þeir
gera strax í byrjun tilraun til að fá hann lækkaðan frá því sem Lands-
síminn áformar að hann skuli vera. Er gerð samþykkt um þetta á
almennum sveitarfundi 25. apríl 1907 og lagt til að gjaldið verði fimmtíu
aurar (og þeim sé skipt milli hreppsins og Landssjóðs.) „Væntir fund-
urinn að nefndin finni nægar ástæður til að sýna að umsókn þessi sé í
alla staði sanngjörn“, segir í niðurlagi ályktunar sveitarfundarins. Og
oddviti skrifar Stjórnarráði íslands nokkru seinna:
„Hreppsnefnd Mjóafjarðar leyfir sér hér með að sækja um til Stjórn-
arráðs íslands að símgjaldið milli Fjarðar og Seyðisfjarðar verði fært
niður í allt að tuttugu og fimm aura.
Hreppsnefndin gjörir sér miklar von um að umsókn þessi fái áheyrn,
bæði vegna þess hve mikið Mjóafjarðarhreppur leggur til símans milli
Fjarðar og Seyðisfjarðar, og eins vegna hins að vafasamt er að Lands-
sjóður tapi nokkru við að lækka símagjaldið, þar sem búast má við að
talsíminn verði hálfu minna notaður með því gjaldi sem er.“ - Hér
færir nefndin sig neðar en fundurinn, en orðar ekki skiptingu. Má því
vera að samræmi sé í samþykkt sveitarfundar og tillögu hreppsnefndar
þrátt fyrir mismunandi orðalag.
Við getum látið það liggja á milli hluta hverja afgreiðslu þetta erindi
hefur fengið. En fróðlegt er að líta á fyrstu skýrslur Landssímans um
rekstur símstöðvanna. Mér er tjáð að engin slík skýrsla finnist fyrir
1906. Frá 1907 er til handskrifað yfirlit, frábærlega fallega skrifað og
uppsett. Fjörður byrjar ekki fyrr en 10. ágúst það ár eins og áður er
getið, svo ekki er gagn að samanburði hvað þá stöð varðar. En tölurnar
yfir tekjur þriggja hæstu stöðvanna eru eftirtektarverðar og fara hér á
eftir:
Reykjavík, kr. 23.358
Akureyri, kr. 19.784
Seyðisfjörður, kr. 12.426.
- Hér er Seyðisfjörður vel hálfdrættingur á við höfuðstað landsins,
Reykjavík.
Frá og með næsta ári, 1908, eru skýrslur Landssíma íslands prentað-
ar. Það ár skilar stöðin í Firði kr. 1.544 í tekjur. Eru það aðeins sjö
stöðvar í fjölmennustu kaupstöðunum sem gefa hærra og munar þó
víða litlu, til dæmis hefur símstöðin í Hafnarfirði kr. 1.845 í tekjur