Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 139

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 139
MÚLAÞING 137 dag nokkurn, þegar við bræður höfðum verið að smala Hnefilinn í niðaþoku og rigningu og vorum um eftirmiðdaginn að draga nokkrar kindur í kláfferju yfir Jöklu að hann kom drengurinn að heiman með skilaboð um að Esjan væri á Reyðarfirði og færi þaðan kl. 7 í fyrramálið. Óhugsandi var að ná til skipsins fyrir þann tíma, en í von um að enn kynni því að seinka, afréð ég að fara. Ég tók hestinn af drengnum og reið heim. Það hafði ekki verið búist við að ég færi, en ekki var reynt að letja mig. Það sem tiltækt var af farangri mínum var látið í koffort og poka og þá var komið að máltíðinni - síðustu máltíðinni. Þau voru þrjú í eldhúsinu. Sonurinn sat við endann á matborðinu í borðstofuendanum og snæddi, faðirinn gekk um gólf og móðirin hljóp við fót á milli eldhússins og tveggja kjallara og sótti meiri og meiri mat. Hann: Hættu nú þessum hlaupum, hann borðar varla helminginn af þessu hvað þá meira. Hún: Það er nú annað hvort að hann fái almennilega að borða núna, það verður víst bið á því að hann sitji hérna við borðið hjá mér. Hann: O-ho, hann kemur víst fljótlega aftur. Hann gerir varla mikla fígúru. Kannski var þetta sagt til að sefa angur móðurinnar, en strákurinn tók það til sín og varð öskureiður. Hann hafði ekki vanist því að svara foreldrum sínum og sagði því ekkert, en því hét hann með sjálfum sér að þessi spá skyldi ekki rætast. Faðirinn vissi ekki að með þessu orðalagi var hann að gefa syni sínum bestu gjöfina, sem völ var á. Á angursstundum seinna á námsferlinum, þegar pyngjan var tóm og engir möguleikar í augsýn komu þessi orð upp í huga sonarins og stálhertu hann. Reiðingur var lagður á Gránu, en hún var eina hrossið, sem var heima við. Farangur minn var hengdur á klakkana og ég varð að fara gangandi. Systur mínar þrjár fylgdu mér hálftíma gang út að Húsánni, sem rennur á landamörkunum. Þar kvöddumst við hversdagslega eins og siður var. Ég settist upp á reiðinginn yfir strauminn. Skammt handan við ána byrjaði nóttin. Þegar jörð er auð í dal, sem er barmafullur af náttmyrkri, niðaþoku og rigningu og þetta er að haustlagi, þá sést varla móta fyrir götutroðn- ingi. Ferðamaðurinn verður næstum að þreifa sig áfram með fótunum og ferðin sækist seint. Rauðar og bláar rósir svífa fyrir sjónum, þegar starað er í sortann og ókennilegur lagstúfur endurtekur sig án tóna í sljóu hugskoti hins þreytta göngumanns. Þungur árniður í fjarska. Síðla næturinnar breyttist rigningin í snjókomu. Þegar komið var upp í Heiðarendann var snjórinn tekinn að fjúka saman í smáskafla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.