Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 145
MÚLAÞING
143
var tekið því að auk Skriðu eru fjórar jarðir hér í eyði 1703 sem í
byggð voru 1694 og ábúendaskipti höfðu orðið á flestum jörðum á
þessum árum. íbúatala er þá aðeins 116 manns. Þar af eru 52 taldir
fullvinnandi en 64 ómagar og þurfamenn. En 5 hreppstjóra þarf til
þess að stjórna þessum mannskap. Það veit svo enginn hvaða upplýs-
ingar glötuðust með jarðartali þeirra Árna og Páls, sem þeir gerðu
samtímis manntalinu, en sá hluti þess er náði yfir Múlasýslur brann í
handritabrunanum í Kaupmannahöfn 1728. Þar gætu hafa farið síðustu
heimildir um búskap á Skriðu.
Sigurður Gunnarsson prestur á Hallormsstað þjónaði Þingmúla að
minnsta kosti tvívegis á meðan hann var á Hallormsstað og 1874 skrifar
hann sóknarlýsingu á báðum sóknunum, þar segir hann á einum stað:
„Inn frá Þingmúla í Austurdal, vestan ár, eru og fornar tóftir á
árbakkanum og brýtur áin þær. Þar er mælt að staðurinn hafi eitt sinn
staðið.“ Það er trú mín að þarna sé komin staðsetning á bænum Skriðu,
enda kemur það heim við lýsingu séra Bjarna í þorrakvæðinu. Þar
virðist þessi bær vera á móti Víðilæk, því hann biður Sigurð bónda
þar að fara fyrir sig yfir að Skriðu og innheimta þar fyrir sig skuld,
sem auðvitað gæti þá hafa verið landsskuld. En ég er sannfærður um
að staðurinn Þingmúli hefur aldrei staðið þarna, enda er Skriða í byggð
samtímis Þingmúla seint á seytjándu öld.
En þetta kemur vel heima við vitneskju eldri manna hér í hreppnum,
því fyrst er ég man eftir, er þarna enn eftir ögn af mannvistarleifum
á árbakkanum og sumir töldu sig hafa séð bein, jafnvel mannabein,
standa þarnaút úr bakkanum djúpt í jörðu. Menn voru að velta vöngum
yfir nafninu á þessu landssvæði þarna innan við hraunið á Múlastekk,
því það hét Staðartóftargrund, og Einþór Stefánsson frá Mýrum skrif-
aði grein um þetta í Grímu (I., 28. útg. 1964).
Nú er þessi grund að mestu horfin undir farveg Múlaár, og er víst
að þegar bær hefur verið byggður á þessum stað, hefur áin runnið á
allt öðrum stað, jafnvel upp við holt á Víðilæk. Gæti það verið skýring
á því hvers vegna bærinn þar er upphaflega byggður alltof hátt í fjalls-
hlíðinni, því tvívegis er búið að færa hann niður frá upphaflegri stað-
setningu.
Engilbert Þórðarson var prestur í Þingmúla 1820 - 1851 eða í 31 ár.
Hann skráði lýsingu á sókn sinni 1843, þar segir hann að bærinn Borg
hafi verið byggður fyrir aftekinn bæ er hét Skriða. Þetta er ekki rétt
því hundrað og fimmtíu árum áður eru bæði Borg og Skriða í byggð,
og séra Bjarni gamnar sér við að heimsækja bændur á þessum bæjum