Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 146
144
MÚLAÞING
og yrkja um þá kvæði. Þá heimsækir hann einnig Gvönd bónda á
Vatnsskógum og Orm litla á Hátúnum, þó telja seinni tíma heimildir
að þessar jarðir hafi ekki byggst fyrr en löngu síðar. Það getur því
alltaf verið rétt að taka heimildir með vissri varúð. En sé þetta rétt,
að þarna sé komin staðsetning á Skriðu, þætti mér ekki ótrúlegt að
það hafi verið einn af fyrstu bæjum sem byggðir hafa verið hér í
hreppnum, því þarna hefur verið undurfagurt og björgulegt á land-
námstíð meðan Múlaá var í hæfilegri fjarlægð. Og vel getur verið að
eitthvað af börnum Ævars og Þjóðhildar á Arnhólsstöðum hafi einmitt
valið sér þarna stað til búsetu, og mætti þá vel hugsa sér að Borg hafi
í fyrstu verið fjárborg frá Skriðu og þannig sé það nafn tilkomið. Því
hafi það verið mannabein sem menn sáu þarna í árbakkanum. Gæti
það bent til búsetu í heiðnum sið.
Við skulum huga að fleiru, því Engilbert þarf að lýsa landareign
sinni. Hann segir að Múlaöræfi milli Egsarár (nú Axarár) og Geitdalsár
nái allt suður að Þingmannanúpi, sem aðskilji Þingmúla- og Berufjarð-
arland. Eflaust er Þingmannanúpur enn á sínum stað, en nú veit bara
enginn hvað heitir Þingmannanúpur og er það skaði því vitað er að
öldum saman lá þarna um kaupstaðarleið Fljótsdælinga til Berufjarðar
og síðar Djúpavogs. Og trúlega hefur þessi leið verið kunn frá upphafi
byggðar í landinu, því um þetta segir Engilbert í eftirmála við sóknar-
lýsingu sína: „. . . þvert yfir Geitdals- og Múlaöræfi upp úr Suðurdal
í Fljótsdal og ofan á Þrívörðuháls [á Öxi] liggur vegur sá sem Flosi
gekk og nefnist Sviðinhornahraun, en kallast nú að fara Hraun“. Hér
á Engilbert eflaust við Flosa á Svínafelli sem sagt er frá í Njálssögu.
En að lokinni brennunni að Bergþórshvoli fór Flosi austur um land
allt til Vopnafjarðar til að afla sér stuðningsmanna á þingi í brennumál-
um. Og segir um þetta í Njálu: „í bakaleið fór Flosi upp Fljótsdal og
þaðan suður á fjall um Öxarhraun og ofan Sviðinhornadal og út með
Álftafirði fyrir vestan og lauk Flosi eigi fyrr en hann kom til Þvottár
til Halls mágs síns.“ Ekki er gott að átta sig á því hvort þetta er sama
leiðin og Engilbert segir að liggi þvert yfir Geitdals- og Múlaöræfi. En
ég er viss um það, að nokkur örnefni þarna á afréttunum eru tengd
fornri umferð um þessa leið og þar með eflaust Þingmannanúpur. En
rétt er að það komi hér fram, að þó að leið þessi sé með köflum grýtt
og gróðurlítil er hvergi á henni hraun, sem torleiði sé af fyrir gangandi
menn eða hesta. Og ég held að aðalleiðin hafi verið norðan Ódáða-
vatna, því sú eina leið hefur einhvern tíma í fyrndinni verið vörðuð,