Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 147
MÚLAÞING
145
að minnsta kosti að hluta til, því ég hef rekist þar á grjóthrúgur sem
eflaust eru hrundar vörður. Aðeins sá hluti Múlaafréttar er liggur fyrir
sunnan Odáðavötn og Axará, heitir nú Hraun. Eftir að komið er austur
fyrir Geitdalsá koma fleiri leiðir þarna til greina og gerði faðir minn,
Hrólfur Kristbjörnsson, nokkra grein fyrir þeim í frásögn um gleymda
fjallvegi er birtist í öðru hefti Múlaþings. En varla er hægt að hugsa
sér að þarna hafi verið farið nema um hásumar því afréttirnar þarna
eru í um 600 m hæð og Hornbrynjuslakki í 750 m hæð yfir sjó og
snjóþyngsli jafnan mikil langt fram á sumar. Að minnsta kosti hefur
það ekki verið fýsilegur kostur að vera þarna á ferð um hávetur. Og
kannski bera sum örnefni þarna þess vitni, að það hafi reynst strangur
skóli.
Engilbert Þórðarson og Sigurður Gunnarsson segja í sóknarlýsingum
sínum að Líká komi úr Líkárvötnum (í fleirtölu) meðfram Bratthálsi
og hún sé önnur aðalupptök Geitdalsár ásamt Leirdalsár. Þetta getur
allt passað því meðfram Bratthálsi í landi Skriðdalshrepps eru ein fimm
vötn eða stórar tjarnir, en frárennsli þeirra er nú kallað Lækur og
rennur í Geitdalsá. Líkárvatn heitir nú eitt allstórt vatn rétt sunnan
við mörk Skriðdals og Beruneshrepps og í því eru upptök Lossár. Ekki
tel ég líkur til að Þingmúlaklerkar hafi verið að fjalla um örnefni í
öðrum sóknum, heldur hafi hér orðið herfilegur ruglingur á nöfnum á
seinni tímum og lækurinn sem rennur út með Bratthálsi sé hin raunveru-
lega Líká og vötnin þar hin réttu Líkárvötn. Annars væru klerkar að
fara með tóma meinloku.
Uppi á Múlanum, rétt norðan við mörk Skriðdals og Beruneshrepps
eru Ódáðavötn, alltaf höfð í fleirtölu, en þetta er raunar aðeins eitt
stórt vatn, sem mjókkar mikið um miðju, og var þar stundum svo
grunnt að hægt var að vaða þar yfir, þegar lítið var í því. Engar öruggar
heimildir hafa fundist um það hvernig á þessum nöfnum stendur, en
aðeins eru til um það munnmælasögur, sem hafa á sér öll einkenni
þjóðsögu.
En trúlegt þykir mér að þessi örnefni, sem hér hafa verið nefnd, og
fleiri á þessum slóðum, eins og Búðartungur og Hesteyrar, séu tengd
umferð frá löngu liðnum tíma. En sú saga verður sennilega aldrei sögð
úr þessu.