Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 153
MÚLAÞING
151
dag þessa árs birti blaðið frétt undir fyrirsögninni „Verksmiðju-iðnaður
hér á Seyðisfirði“. Fréttin hófst með þessum orðum:
„Enskir útgjörðarmenn ætla í vor komandi að setja hér upp Guanoverksmiðju
og vinna Guano úr fiskúrgangi. Félagið hefir þegar gjört samninga við útgjörð-
arbændur hér, að þeir selji því allan sinn fiskúrgang. Einnig ætlar það að kaupa
fiskúrgang af Norðfirðingum og flytja hann hingað til vinnslu í verksmiðjunni;
til þess hyggjast þeir að hafa seglskútur, sem á víxl verða látnar liggja á Norðfirði
þar til þær verða fullar af slori; þá verða þær dregnar af gufubát hingað til
Seyðisfjarðar og tæmdar hér og síðan fluttar suður aptur.“
í fréttinni er sagt frá því að fyrirhugað sé að byrja á verksmiðjubygg-
ingunni strax og unnt verði eftir nýárið og var henni ætlaður staður „á
Ströndinni utan við Búðareyri.“ Fyrirhugað var að nota rafmagn við
rekstur fyrirtækisins og greinir blaðið frá því að viðræður séu þegar
hafnar á milli verksmiðjufélagsins og bæjaryfirvalda á Seyðisfirði um
það mál. Var áætlað að verksmiðjan þyrfti 40 - 50 hestöfl frá hinni
nýju aflstöð Seyðfirðinga.
Fagnaði blaðið mjög hinni fyrirhuguðu verksmiðju og taldi af henni
mikla framför auk þess sem hún myndi hafa í för með sér atvinnauka
fyrir bæjarbúa.
En enn og aftur urðu ráðagerðir um fiskimjölsverksmiðju að engu.
Einhverra hluta vegna varð ekkert úr framkvæmdum og meira en
áratugur leið áður en farið var að nýta fiskúrgang á Austfjörðum til
mjölframleiðslu.
Viðhorf Bjarna Sœmundssonar
Sá þekkti náttúrufræðingur, Bjarni Sæmundsson, fór um Austfirði
í lok síðustu aldar og á fyrstu áratugum þessarar og ritaði jafnan um
fiskveiðar íbúanna og nýtingu þeirra á aflanum að loknum ferðum
sínum. Að aflokinni ferð árið 1898 lýsti hann slæmri nýtingu Austfirð-
inga á sjávarfangi á eftirfarandi hátt í grein, sem birtist í tímaritinu
Andvara árið eftir:
„Það er sorglegt að sjá, hve mikið fer aftur í sjóinn af aflanum, bæði þorsk-
höfuð og önnur fiskhöfuð, lifur, sundmagar, innvols og hryggir, öllu er varpað
í stórum dyngjum í sjóinn í lendingunni og þar smá-rotnar það eða er etið upp
af sjódýrum og fuglum, og verður þannig að engum notum.“