Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 158
156
MÚLAÞING
Hjarta verksmiðjunnar var kolakynt gufuvél, en ekkert rafmagn var í
henni framan af. Gufuvélin sneri stálöxli, sem lá eftir endilangri verk-
smiðjunni og tengdust öxli þessum hjól og reimar þannig að gufuvélin
knúði í raun öll tæki hennar.
Þegar beinin voru unnin í verksmiðjunni var byrjað á því að keyra
þeim í tætara, sem var utan dyra fyrir framan verksmiðjuhúsið. Úr
tætaranum fóru beinin í þurrkarann. Þurrkarinn var afar stór, líklega
um 20 metra langur og framan við hann var steyptur kyndarinn, múr-
aður innan með eldföstum leir. Kyndarinn brenndi koksi.
Frá þurrkaranum fóru beinin með „elevator“ í kvörn, sem skilaði
síðan frá sér fiskimjölinu fullunnu. Við kvörnina var maður, sem pokaði
mjölið jafnóðum.
Þegar malað var í verksmiðjunni var venjulega unnið á sex tíma
vöktum og þótti flestum ágætt að starfa í gúanóinu þó ekki væru menn
vanir vaktavinnu.
Skal hér með þessari grein um austfirskt slóg og fiskbein látið lokið.
HELSTU HEIMILDIR
Auslfirðingur 2. maf 1931.
Austri 6. ágúst 1884,12. ágúst 1905,17. nóv-
ember 1906 og 31. desember 1913.
Bjarni Sœmundsson: „Fiskirannsóknir
1898“ í Andvara 24. árg. 1899.
Bjarni Sœmundsson: Um láð og lög - ferða-
pistlar frá ýmsum tímum, Reykjavík,
Víkingsútgáfan, 1942.
Gerðabók Neshrepps, varðveitt í Skjala- og
myndasafni Norðfjarðar.
Jafnaðarmaðurinn apríl 1926og2. júlí 1927.
Smári Geirsson: Norðfjörður - saga útgerð-
ar og fiskvinnslu, Samvinnufélag útgerð-
armanna og Síldarvinnslan hf., Reykja-
vík, 1983.
Smári Geirsson: „Kyndarinn í gúanóinu“ í
Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar 1986.
Vilhjálmur Hjálmarsson: Mjófirðingasögur,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík,
1987.