Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 160
158
MÚLAÞING
skóglendin á Héraði. Þar er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar
um stærð og ástand skóganna, mælingar á hæð og þykkt einstakra
trjáa, um skógbotngróðurinn og eyðingu hinna fornu skóga.
Jafnframt er þetta sýnishorn af skrifum dr. Helga um plönturíki
Austurlands, en um það ritaði hann þrjár greinar í Botanisk Tidsskrift,
laust fyrir aldamótin. Ég hef snarað þessu úr dönsku og nota jafnframt
tækifærið til að kynna Helga Jónsson grasafræðing fyrir austfirskum
lesendum.
Varðandi þýðinguna skal það tekið fram, að hin latnesku fræðinöfn
tegundanna, sem Helgi notar, eru látin halda sér, þótt mörg þeirra séu
nú úrelt, en íslensk nöfn hefi ég sett í sviga aftan við. - H. Hg.
A. BIRKISKÓGURINN
(Þýðing á hluta af ritgerð Helga Jónssonar grasafræðings: „Studier over 0st-lslands
Vegetation“, í Botanisk Tidsskrift, 20. Bind. 1895).
Ég nota hér orðið birkiskógur, þótt flestir þessir svonefndu skógar
séu aðeins lágvaxnir kjarrskógar. Þeir geta verið mjög mismunandi að
flatarmáli. Oftast samanstendur skógurinn af meira eða minna dreifð-
um runnum af mismunandi hæð og ummáli, með skóglausum pörtum
á milli, þar sem getur verið mýri, grasmór, lyngmór og sléttir lyngfletir,
engi eða melar.
Skógarnir eru oftast á láglendi í dölunum og í neðri hluta hlíðanna,
gjarnan á skjólsælum stöðum, sem eru á kafi í snjó á vetrum, nema
hæstu trén og það kjarr sem vex á hæðunum (holtunum).
Birkiskógar þessir innihalda oftast meira eða minna kræklótta ein-
staklinga, oft með liggjandi greinum, en stöku tré hefst þó upp með
beinum stofni og krónu af blaðríkum og blómstrandi greinum.
Birkið æxlast með fræjum, og hef ég víða orðið þess var, einkum
hef ég oft séð dreifðar fræplöntur á Hallormsstað, og á Egilsstöðum
var víða talsvert magn af þeim. Það getur vel verið að birkið þroski
ekki fræ árlega, en í stöku árum ber það án efa þroskað fræ, eins og
þessi JÍÉQmi sanna.
Jarðvegur skóganna er aðallega leir sem er moldarblandaður efst.
Botngróður skóganna er sums staðar graslendi (einkum língresi
(Agrostis)), annarsstaðar lynglendi með mismunandi samsetningu. í
Hallormsstaðaskógi er graslendi í skógbotninum, næst Lagarfljóti, en
í hlíðinni er lynggróður ríkjandi. Á Egilsstöðum er skógbotninn lyngi