Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 161
MÚLAÞING
159
vaxinn, með bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) sem aðaltegund.
Sums staðar voru einnig Empetrum (krækilyng), Salix phylicifolia (gul-
víðir) og Salix glauca (grávíðir) ríkjandi með bláberjalynginu. Á Eyj-
ólfsstöðum var Empetrum (krækilyng) hins vegar mest áberandi, og
stundum Arctostaphylos uva ursi (sortulyng). Á Staðarhálsi var hins
vegar mest beitilyng í skóginum.
Óþarft er að lýsa nánar þessum botngróðri í skógunum, þar sem
hann er alveg eins að útliti og lynglendið utan skóganna, og nægir því
að vísa til lýsingar á því. Rubussaxatilis (hrútaberjalyng) er víða algengt
í skógbotninum, en er ekki neitt tengdara lynggróðri hans en gras-
gróðri.
Tegundirnar sem ég skrifaði upp í skógbotninum voru þessar:
Vaccinium uliginosum (bláberjalyng), Empetrum nigrum (krækilyng), Arctostaphylos
uva ursi (sortulyng), Taraxacum officinale (túnfífill), Ranunculus acer (brennisóley),
Geranium silvaticum (blágresi), Rubus saxatilis (hrútaber) (fjórar síðastnefndu tegundirnar
vaxa mest og eru stærstar inni í sjálfum runnunum); Eguisetum (elfting), Anthoxanthum
odoratum (ilmreyr) (bæði gisinn og í þéttum breiðum), Calluna vulgaris (beitilyng) (í
dreifðum blettum); Hieracium (undafífill), Thalictralpinum (brjóstagras), Betula nana
(fjalldrapi), Salix glauca (grávíðir), Dryas octopetala (rjúpnalauf), Pinguicula vulgaris
(lyfjagras), Juncus trifidus (móasef), Kobresia scirpina (þursaskegg), Salixphylicifolia (gul-
víðir), Cladonia rhangiferina (hreindýramosi) og fleiri fléttur, Plygonum viviparum (korn-
súra), Bartsia alpina (smjörgras), Cerastium alpinum (músareyra), Luzula multiflora (vall-
hæra) og spicata (axhæra), Viscaria alpina (Ijósberi), Alchemilla vulgaris (maríustakkur),
Potentilla maculata (gullmura), Veronica alpina (fjalladepla), Festuca rubra (túnvingull),
Agrostis canina (týtulíngresi), Aira flexuosa (bugðupuntur), Geutn rivale (fjalldalafífill),
Galium verum (gulmaðra), Juncus filiformis (þráðsef), Campanula rotundifolia (blá-
klukka), Thymus serpyllum (blóðberg), Leontodon autumnalis (skariíífill), Erigeron alpinus
(jakobsfífill), Parnassia palustris (mýrasóley), Carex vaginata (slíðrastör), Orchis maculata
(brönugrös), Coeloglossum viride (barnarót) (tvær þær síðastnefndu hittust aðeins í kjarri
á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði); Hierochloe borealis (reyrgresi) (mikið í kjarri í Norðdal
og á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði); Rumex acetosa (túnsúra), Euphrasia officinalis (augn-
fró), Rhinanthus minor (lokasjóður), Galium boreale (krossmaðra), Phleum alpinum (fjalla-
foxgras), Veronica officinalis (hárdepla), Poa cæsia (blásveifgras), Trisetum subspicatum
(lógresi), Trifolium repens (hvítsmári), Gentiana campestris (maríuvöndur), Gentiana aurea
(gullvöndur), Selaginella spinulosa (mosajafni), Vicia cracca (umfeðmingur).
Þessar umgetnu tegundir vaxa annað hvort í bland við runnana, eða
í rjóðrum á milli þeirra, þar sem skógurinn veitir þeim skjól. Á sjálfum
birkitrjánum fundust auk þess (á Hallormsstað, Egilsstöðum og Eyj-
ólfsstöðum), Cetraria saepinicola nokkuð tíð; Parmelia olivacea og var.
aspidota, voru algengar á birkinu á Hallormsstað, einnig Pertusaria
xanthostoma, (allt fléttutegundir).