Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 162
160
MÚLAÞING
Mýra- og melasvæðum í skógunum þarf ekki frekar að lýsa, þar sem
tegundasamsetning þeirra er sú sama allsstaðar. Geta má þess einnig,
að í skógbotninum eru alls konar millistig milli graslendis og lynglendis.
Tegundirnar sem mynda skógana og kjarrið eru þessar:
1) Betula odorata (ilmbjörk) með afbrigðum sínum: pubescens og
tortuosa.
Á Hallormsstað myndar B. odorata fallegan skóg, þann stærsta og
fegursta á Islandi. Skógurinn vex á allstóru svæði, beggja megin við bæinn
Hallormsstaði, en á milli þessara hluta eru mýrar og melasvæði. Syðri
hlutinn skiptist aftur í Mörkina og Atlavík, en ytri hlutinn kallast Gatna-
skógur. Það er fegursti hluti skógarins; má þar finna tré sem eru 20 - 25
fet á hæð og með 4-6 feta háum stofni, einkum á stykki næst Lagarfljóti.
Þessi tré standa nokkuð dreift, en að ofan ná laufkrónur þeirra saman
og mynda laufþak, svo skógurinn er nokkuð skuggsæll, sem er óvanalegt
um íslenska skóga. Graslendi er ríkjandi skógbotnsgróður.
Hæsta tréð í skóginum, skv. mælingu (Þorvalds) Thoroddsens 1894,
er 27 fet og 3 tommur (um 10 m). Sumarið 1893 mældi ég þetta tré
með Sæmundi Eyjólfssyni kandidat, og reyndist okkur það vera 28 fet.
Þar sem mæling okkar var eftir atvikum nákvæm, datt mér í hug að
hæð trjánna gæti e. t. v. verið breytileg frá ári til árs, þar sem efstu
sprotarnir sem sigtað er á, munu auðveldlega geta brotnað í vetrarveðr-
um, einkum þegar mikill stormur kemur og frost, eftir rigningu.
En ég held mér við mælingu Thoroddsens, og reikna tréð vera 27
feta hátt, stofnhæð 6 fet og stofnþykkt (ummál) 70,4 cm við jörð en
67 cm neðan við neðstu greinarnar. Annað tré sem ég mældi, var 24,5
feta hátt, stofnþykkt við jörð var 48,5 cm og 39 cm neðan við greinar.
Stofnþykkt nokkurra trjáa (ummál) var 71,6 cm, 73 cm og 83,6 cm.
Hér eru sem sagt öll tré nokkuð stór og smáskógur enginn á þessu svæði.
Mörkin: Hæsta tréð sem ég mældi hér var 19 fet; stofninn 4,5 fet.
Ummál stofnsins við jörðu 51,5 cm og 42 cm neðan við greinarnar.
Það næsthæsta var 18,25 fet; stofnummál við jörðu 53,5 cm og 42 cm
neðan við greinar. Auk þessara trjáa eru hér runnvaxin tré af ýmsum
stærðum, en mikið lægri en nefndir einstaklingar.
Atlavík: Hæsta tréð þar er 25,7 fet og stofninn 3 feta langur; stofn-
ummál við jörðu 71,3 cm og 43,2 neðan við greinar. Þar eru auk þess
allnokkur tré, sem eru 15 - 20 fet, auk smáskógarins. Inn á milli
skógarpartanna eru rjóður með mýrlendi, melum, lyngi eða grasi, og
á nokkrum stöðum skjóta klettar upp kollinum (Atlavík).