Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 166
164
MÚLAÞING
Melarnir sem verða til við eyðingu skógarins fara stöðugt stækkandi,
vegna þess að vindurinn feykir burt þurri leirmoldinni sem myndar
jarðveginn á holtunum. Þegar svo þessi uppblástur nær skógarjaðrin-
um, verða rætur trjánna berar og þau verða eyðingunni að bráð.
Einnig myndast oft djúpir grafningar eða jarðföll, sem leysingarvatn
grefur og útvíkkar, og eftir það getur svo vindurinn náð tökum á
jarðveginum.
Sauðféð á einnig sinn þátt í skógeyðingunni, þó telst það til undan-
tekninga, ef það getur eyðilagt skóginn alveg, en fjárbeit á vetrum
veldur því að skógurinn verður kræklóttur.
Þegar snjór þekur landið á vetrum, svo aðeins greinaendarnir ná
upp úr snjónum, og sauðfé er beitt á kjarrið (á harðfenni), bítur það
efstu sprotana, sem jafnan bera kröftugustu brumin, og sérstaklega
toppsprotann, sem á að annast hæðarvöxt trésins. Hann þornar vana-
lega og deyr, næst bitsárinu, og getur því ekki haldið áfram að vaxa,
en næsta vor koma hliðarsprotar, sem svo aftur eru bitnir næsta vetur,
og þannig koll af kolli. Af þessu leiðir því, að birkihríslurnar verða
marggreinóttar og krækluvaxnar.
Sé fénu hins vegar beitt á skóg, þar sem stofnarnir standa meira eða
minna upp úr snjóþekjunni, nagar það börkinn utan af trénu, ef það
nær hvergi til jarðar, og geta trén drepist af þeim sökum.
Eg þekki eitt dæmi um, að talsverður skógarteigur eyddist á þennan
hátt. Á Borg í Skriðdal var skógur á fyrri hluta þessarar aldar, en
veturinn 1836 var hann gereyðilagður, af því að Borgarbóndinn lét
beita um 1000 fjár í hann. Þessi vetur var mjög harður og víða varð
heyskortur. Þess vegna seldi bóndinn béit í skóginum.
Eg þekki aðeins þetta eina dæmi um algera skógeyðingu af fjárbeit,
en þar með er ekki sagt, að slíkir atburðir hafi ekki gerst víðar.
Það skeður einnig stundum á vetrum, þegar stormur og frost koma
á eftir miklu rigningarveðri, að birkitrén brotna, einkum mjóar greinar.
Loks hafa skriður eyðilagt skóginn á ýmsum stöðum.
Jarðvegseyðingin
Þegar trjágróðurinn eyðist nýtur skógbotnsgróðurinn ekki lengur
þess skjóls og hlífðar, sem skógurinn veitti honum áður og hann var
vanur við, svo staða hans veikist til muna. Ekki svo að skilja, að
gróðurinn eyðist strax á stórum svæðum, heldur byrjar eyðingin á
hæðum og holtum eða jafnvel bara á þúfnakollunum. Þetta fer oft