Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 169
MÚLAÞING
167
Haustið 1894 sigldi hann aftur til Hafnar og lauk þar magisterprófi
í grasafræði vorið 1896. Eftir það dvaldi hann í Kaupmannahöfn um
það bil áratug, en ferðaðist þó jafnan um ísland á sumrum og skoðaði
flóru og gróður ýmissa héraða.
Brátt snerist hugur hans einkum að sæþörungum, og urðu þeir smám
saman aðalviðfangsefnið. Út á þær rannsóknir fékk hann doktorsnafn-
bót við Hafnarháskóla árið 1910, og fjallaði doktorsritgerð hans um
sæþörungagróður við strendur landsins. (Om Algevegetationen ved Is-
lands Kyster).
Ekki hafði Helgi neina fasta stöðu í Dannrörku, en lifði mest á
styrkjum sem hann fékk vegna rannsókna sinna, m. a. úr Carlsberg-
sjóðnum. Eftir að hann fluttist til íslands (um 1906) átti hann heima
í Reykjavík og stundaði þar kennslu við ýmsa skóla, en varð þó ekki
fastráðinn kennari fyrr en 1920, við Kennaraskólann og síðar við
Menntaskólann í Reykjavík. Auk þess hélt hann áfram rannsóknaferð-
um sínum og fékk til þess nokkurn styrk úr Landssjóði.
Helgi Jónsson er fyrsti íslendingurinn sem tekur háskólagráðu í
grasafræði, og er annar af tveimur brautryðjendum þeirrar fræðigreinar
hér á landi, en hinn er Stefán Stefánsson skólameistari, sem landsmenn
þekkja betur vegna „Flóru íslands" er hann samdi.
Þekktastur varð Helgi fyrir þörungarannsóknir sínar, og er enn þá
talinn meðal fremstu sæþörungafræðinga sem uppi hafa verið.
Helgi Jónsson lést í Reykjavík, 2. apríl 1925, tæplega sextugur að
aldri.
Ritgerðir Helga Jónssonar um jurtaríki Austurlands
Helgi Jónsson samdi þrjár ritgerðir um jurtalíf á Austurlandi, sem
allar birtust í danska grasafræðiritinu „Botanisk Tidsskrift, á árunum
1895 - 1896. Titlar þeirra eru: (sjá einnig ritaskrána).
1) „Optegnelser fra Vaar- og Vinterekskursioner i 0st-lsland.“ (Þ. e.
athuganir á vor- og vetrarferðum á Austurland). 1895.
2) „Studier over 0st-lslands Vegetation. “ (Rannsóknir á gróðri Aust-
urlands). 1895.
3) „Bidrag til 0st-lslands Flora. “ (Drög að flóru Austurlands). 1896.
Af þessu sést, að Helgi hefur ekki verið iðjulaus í veikindafríi sínu
í Vallanesi. Virðist sem honum hafi fljótt batnað brjóstveikin, er hann
kom hingað í maí 1893, og ekki er hann fyrr kominn á land á Seyðisfirði