Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 170
168
MÚL AÞING
en hann er tekinn til við gróðurathuganir. Er ekki ólíklegt að útivera
og gönguferðir hafi reynst honum besti læknirinn.
Næsta vetur skoðar hann ásigkomulag gróðursins og vetrarstig hinna
ýmsu plantna á gönguferðum um nágrenni Vallaness. Kemur þá strax
í ljós hve hann er nákvæmur og nosturslegur athugandi, því hann hefur
sýnilega teiknað vetrarstig margra tegunda, og eru þær myndir birtar
í greininni (1).
Helgi er hér undir áhrifum kennara síns, prófessor Eugen Warming,
sem var brautryðjandi í rannsóknum á vetrarbúningi plantna. Um þetta
efni ritaði Helgi einnig greinina „Vetrarbúningur plantnanna“ í Tímarit
hins íslenska bókmenntafélags 1899. Ennfremur lýsir hann framför
gróðursins og vexti að vorinu 1894 og skrifar niður blómgunartíma.
Um þetta efni hefur síðan lítið verið ritað.
Sumarið 1894 hefur Helgi svo ferðast um Fljótshérað austan Lagar-
fljóts og um Austfirði alla, frá Borgarfirði til Berufjarðar. Til þeirra
ferða fékk hann rannsóknastyrk að upphæð 500 kr. frá Menntamála-
ráðuneytinu danska. í ferðum þessum safnar hann plöntum af öllu
tagi, skrifar hjá sér fundarstaði og lýsir gróðri á fjölmörgum stöðum.
Af gróðurritgerðinni sést, að hann hefur farið ýmsa fjallvegi, svo sem
Vatnsskarð, Nesháls, Oddsskarð, Eyvindardal, Hjálpleysu og Þórdals-
heiði. Ekki veit ég hvernig hann ferðaðist, en gönguferðir hafa eflaust
verið miklar þetta sumar, enda hentar sá ferðamáti best grasafræðing-
um. Hann bætir 9 tegundum við flóru landsins þetta sumar.
Ritgerð dr. Helga um gróður á Austurlandi (2) varbrautryðjendaverk
í gróðurfræðum hér á landi. Um líkt leyti (1895) birtist grein um gróður
í Vatnsdal í Húnaþingi, eftir Stefán Stefánsson, en ekki munu þeir
hafa haft samráð um samningu eða birtingu þessara greina. Þessi 70
bls. ritgerð Helga heldur að ýmsu leyti gildi sínu enn í dag, og enn
hefur ekkert annað verk birst um gróður á Austurlandi sérstaklega.
Eftir almennan inngang („Nogle almindelige Bemærkninger om det
undersögte Terræn“), kemur ýtarleg lýsing á hinum ýmsu gróðurlend-
um (Om Vegetationsformationerne) með dæmum frá ýmsum stöðum
á svæðinu.
Helgi skiptir gróðrinum í eftirfarandi gróðurlendi: A. Birkiskógur
(Birkeskoven), B. Víðikjarr (Pilekrattene), C. Lynglendi (lyngmóar)
(lyngvegetationen), D. Dvergrunnagróður (Dværgpilvegetationen),
Mýrlendi (De sumpede Engstrækninger), F. Vatnagróður (Ferskvands-
vegetationen), G. Graslendi (Græsmarken), H. Blómlendi (Urtemar-
ken), I. Mosalendi (Mosvegetationen).