Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 173
MÚLAÞING
171
Faðir minn var oft með honum í þessum ferðalögum, því bæði var
hann röskur ferðamaður og átti góða hesta. Vegna alls þessa lærði
faðir minn ganginn í orgelspili, sem margir sveitungar hans höfðu
skemmtan og uppörvun af. Flann var aldrei bústólpi, en fleira vekur
mennskar kenndir.
Móðir mín var einnig alin upp við mikla fátækt, ekki þó sult. Eg hef
aldrei skilið það hvernig hún gat brotist í því að komast á kvennaskólann
á Ytri-Ey. Þetta er dálítið merkilegt. Á þessum tíma voru þeir teljandi
á fingrum, sem fengu innsýn í annað en ævilangan þrældóm. Móðir mín
var mikið söngvin, vel lesin og kunni ógrynni af ljóðum. Alls þessa get
eg vegna þess hve söngurinn á Geirastöðum var umtalaður.
Foreldrar mínir byrjuðu búskap í húsmennsku með nokkrar rollur,
sem faðir minn keypti með því að selja sinn annálaða reiðhest - sem
hann nefndi aldrei síðan. Reiðhest átti hann aldrei eftir þetta, en hafði
alltaf gæðinga undir höndum. Hann mun hafa verið talinn einn besti
tamningamaður austur þar og alltaf slagur um að koma til hans gæð-
ingaefnum. Það var máltæki þar þegar um gæðingsefni var að ræða -
að hann þyrfti að komast í klofið á Pjetri.
Af þessum hestum hafði hann óefað ánægju, en sjaldan annað en
tap. Eg þekkti þetta vel, hesta þessa ól hann á mjólk, skyri og því
besta úr heyinu, há, skafningi og elftingu. Til voru menn sem greiddu,
en oft var slett í hann útheyi eða einhverju sem ekki sagði mikið. Elm
slíkt fékkst hann lítt, en gladdist yfir gengi hestanna. Þótt foreldrar
mínir byrjuðu með kastarholubúskap komust þau brátt í sæmileg efni
og voru heldur veitandi en þurfandi.
Ekki var þó faðir minn fjármaður eða búmaður að upplagi, en eljan
og ákafinn að komast af ætlaði stundum mann alveg að drepa.
Flutningunnn á orgelinu
Kálið var ekki sopið með því að kaupa orgelið niðri á Seyðisfirði.
Á þeim árum var enginn leikur að koma þungum hlutum um veglausa
landshluta. Frá okkur voru aðeins hestagötur til næstu fjarða, en það
var eins og fyrri daginn - að sjórinn bjargaði, jafnvel við Héraðsflóa,
sem er hafnleysa. Það hefur lengi verið stagast á bændamenningu í
þessu landi og að fólkið hafi lifað af landinu. Út í það skal ekki farið
hér, en því má slá föstu, að hefði ekki sjórinn bjargað, hefði enginn
íslendingur nú verið ofanjarðar. Það var sjó- og vatnaleiðin ein sem
bjargað gat með þunga hluti.