Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 174
172
MÚLAÞING
Framtíðin (verslun á Seyðisfirði) hafði þá útibú á Krosshöfða við
Selfljótsós. Þangað var hægt að skjóta vörum að sumri til, en alger
hafnleysa var þar þó. Þarna voru reist hús fyrir vörur og þær afgreiddar
á vissum tímum af manni frá Gagnstöð í Fljaltastaðaþinghá, Guðna
Þorkelssyni. Nú var orgelið flutt með öðrum vörum af Seyðisfirði og
skipað upp á Krosshöfða. Þar var það sett inn í hús til geymslu. Þetta
var þó bara forskot, því ekki var óhætt að geyma svona hlut í þessum
skúr þar til sleðafæri kæmi að vetri. Flér þurfti að koma til eitthvað nýtt.
Geirastaðir, þar sem við bjuggum, standa skammt frá Lagarfljóti.
Pabbi átti alltaf ferju, enda lengst af við Fljótið sín búskaparár. Þetta
var þægilegt að þurfa ekki að sækja ferju til annarra, en aftur á móti
var mikill ágangur af fólki sem bað um far. Slíku var aldrei neitað eða
teknir peningar fyrir. Var þetta þó klukkutíma gangur niður að Fljóti,
en pabbi setti það ekki fyrir sig, ferju þurfti hann að eiga.
Óshöfn var bara sumarævintýri, en það sem pabbi setti allt sitt traust
á var ferjan og Stóribrúnn.
Nú kom ferjan að góðu haldi, en sú hugmynd hafði fæðst að sækja
orgelið á henni með aðstoð Stórabrúns og mörgu öðru sem þurfti til
að koma. Á ferjunni átti að fara út Fljótið þar til það fer að beygja í
norður (vestur), því það fer ekki beina leið til sjávar, heldur rennur
norður alla sanda að ósi Jökulsár á Brú, og fara þessi vötn í faðmlögum
síðasta spölinn örstuttan til sjávar.
Til þess að draga ferjuna yfir rifið þurfti hest, hún var mönnum
ofviða í sandinum þetta langa leið. Þetta var líka gamalt hró, margbætt
og þung í vöfum. Næsti áfangi yrði að fara sjóleiðis á ferjunni austur
að Óshöfn. Þar átti að setja orgelið um borð og róa sömu leið til baka.
Nú var unnið að þessari áætlun, ferjan bökuð í sólskini, hampi troðið
í allar rifur og síðan margbikað yfir með koltjöru, og náttúrlega var
allur ytri byrðingurinn tjargaður. Framstefnið var styrkt og nýr sver
kaðall hringaður niður í barkann. Faðir minn átti léttan viðarsleða og
hann skyldi notaður þar sem vatn þryti. Þar átti að spenna Stórabrún
fyrir; hann var prýði heimilisins. Stóribrúnn var stærsti og fríðskapað-
asti hestur sem eg hef séð, enda verðlaunagripur. Ekki var hann reið-
hestur, illgengur fram úr hófi, en fjörugur og eldfljótur.
Það var mitt stolt að fara í reyning við pabba á þeim gæðingum sem
hann var að temja. Eg var oftast með snærisspotta uppi í Brún og reið
berbakt, en oftast bar eg sigur af hólmi, jafnvel þótt Brúnn færi á
rangstökki, sem svipar til þess sem nú er kallað þrístökk á íþróttamáli.
Þrír menn skyldu vera í þessari för, Fíannes Þorsteinsson vinnumaður