Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 178
176
MÚLAÞING
á það ráð að verða nokkuð samhliða ferjumönnum, alltaf gat eitthvað
gerst og aldrei bagi að liðsauka.
Nú var á móti straumi að sækja, þótt hans gætti minna nær landi.
Ráð Hannesar að verða samferða kom að góðu haldi; á stöku stað var
Brúnn látinn draga ferjuna í stakkatogi, en ræðararnir voru tilbúnir
að stjaka svo ferjan héldist frá landi. Vegna landslags var ekki hægt
að koma þessu við nema á stöku stað og flýtti ekki mikið fyrir, en það
hvíldi ræðarana. Menn voru glaðir og reifir í veðurblíðunni, þótt hrað-
inn væri ekki á nútímavísu. Það sem mest gladdi var það að nú sást
raunverulega fyrir enda þessarar farar, sem ekki höfðu fylgt góðar
spár. Annað veifið var gripinn biti og drukkið vatn úr Fljótinu með.
Brúnn fylgdist vel með þessu og sperrti eyrun þegar hann sá brauð -
og eg tala nú ekki um sykur, enda var hann ekki settur hjá.
Þegar komið var inn á móts við Hól var Brúnn spenntur fyrir sleðann
og orgelið sett á. Ferjan var sett upp og látið bíða betri tíma að koma
henni á sinn stað. Svo var haldið af stað í síðasta áfangann heim. Þetta
var auðveldasti hluti leiðar, svo að segja sléttir melar, þ. e. gamlar
slóðir Jökulsár til fundar við Lagarfljót. Þarna hafði hún ganað um
aldir annað veifið og jafnað misfellur að mestu. Þetta var náttúrlega
ekki gott sleðaleiði, en þyngdin ekki það mikil að Brúnn tæki nærri sér.
Þegar að Geirastaðakvísl kom var Brúnn leystur frá sleðanum. Á
Kvíslinni var gönguplanki um það bil eitt og hálft fet á breidd - þarna
þurfti að koma orgelinu yfir. Nú voru þarna komnir menn af næstu
bæjum til hjálpar, og töldu sumir óverjandi að tveir menn bæru það
á brúarherfunni. En ofan á varð þó að pabbi valdi tvo menn er hann
treysti best að bera orgelið yfir plankann. Einhver reipaumbúnaður
var hafður, sem eg skil nú ekki að hefði að gagni komið, ef burðar-
mönnum hefði fatast, en slíkt kom ekki til, þeir báru þetta með prýði.
Þetta held eg samt að hafi verið mesta glæfraspilið.
Brún var síðan riðið- yfir Kvíslina á Húseyjarvaðinu, en sleðinn
borinn á plankanum. Orgelið var sett á sleðann á ný, Brúnn spenntur
fyrir og haldið heim sömu leið og að heiman. Þetta var stuttur áfangi
heim að túni.
Þaðan var orgelið borið heim á hlað, og nú var Brúnn laus allra
mála og sleppt í túnið. Ekki var hann fyllilega ánægður með það,
heldur gekk heim að bæjardyrum og hneggjaði inn í göngin. Ekki stóð
á svari, allir vildu gera Brún til góða. Brauðbiti kom fram, og þegar
hann sá að vonlaust var að fá meira fór hann út í túnið.
Þá var ferð þessi afstaðin og allir í góðu skapi yfir málalokunum.