Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 180
178
MÚLAÞING
Byrjað var á sálminum „Lofið vorn Drottin“ og ekki dregið af hljóð-
unum. Einhver fleiri sálmalög voru sungin. Faðir minn drap stundum
á þessa spilamennsku síðar. „Það sem eg setti mér,“ sagði hann, „var
að stoppa ekki. Hamra bara áfram þótt eg kæmi ekki nema stöku
sinnum við lagið. Eg valdi lög sem voru svo hátt raddsett, að hávaðinn
sló huliðsblæju yfir spilamennskuna.“ - Hann söng líka sjálfur og gat
því haft vald á því að ekki færi allt á misvíxl. Á eftir sálmalögunum
var orgelinu lokað og öll hin gömlu lög sungin án undirspils lengi nætur.
Þetta kvöld leið víst fáum viðstöddum úr minni.
Þá er þessari flutningasögu lokið. Hve ferðin stóð lengi yfir er eg
ekki alveg viss um, en flestir sem eg hef talað við um það, giska á 16
- 18 klukkustundir.
Eftirmáli
Organistar voru ekki margir á Úthéraði á þessum tíma og höfðu
ekki allir mikla undirvísun í þeim fræðum. Einum kynntist egþóseinna,
sem lenti í líkri klemmu og faðir minn á áður umgetinni nóttu. Maður
þessi var forsöngvari safnaðarins. í kirkju þessari var mikið flugnager
og settust flugurnar á nótnastrengi messusöngsbókarinnar. Maður þessi
var líka viðvaningur og ætlaði að láta bugast. Hvort hann hefur heyrt
um ráð föður míns veit eg ekki, en hann sló á það ráð að syngja með,
sló nótur og flugur á víxl og klambraði sig fram úr þessu að því marki
að söngmennirnir gátu fylgst með söng hans.
Eftir að orgelið kom í Geirastaði mátti segja að heimilið breyttist í
nokkurs konar söngstöð. Menn þurftu ekki að hafa neitt sérstakt erindi
þangað, bara að heyra orgelspil og syngja. Systkini mín fóru öll að
fást við spilamennsku, einkum þó Runólfur bróðir minn, sem var þó
ekki nema 7 eða 8 ára.
Það var líkast því að hann væri fæddur með allt þetta nótnakerfi í
höfðinu, spilaði undrafljótt fjórraddað eftir að hafa lært að þekkja
nóturnar. Þó ný sönglagahefti kæmu gat hann skilið þau viðstöðulaust.
Um list þessu viðvíkjandi dæmi eg ekki, því aldrei lærði eg nótnagang-
inn. En löngu síðar datt mér í hug að Runólfur hefði aldrei borið sitt
barr sökum þess að geta ekki lagt fyrir sig músik.
Eg hygg að þessi músik á Geirastöðum, þótt ekki væri kunnáttu fyrir
að fara, hafi haft ýmislegt gott í för með sér. Félagsskapur var stuttur
í spuna í Tungu á þessum árum, og þó ekki sé annað en að koma
saman til að syngja og ræða áhugamál sín, getur það sagt sína sögu