Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 184
182
MÚLAÞING
ásamt vinnumanni. Paö var létt verk, en athyglin þurfti að vera vakandi,
einstaka yngri ær gerði upphlaup, en allt slíkt var kveðið niður.
☆
Ein var sú kind í þessum hóp, sem virtist hugsa öðruvísi en allar
hinar. Það var Bæjargimbla. Hún var tvílembingur sem tekinn hafði
verið af móður sem átti nóg með að fæða eitt lamb, og hennar staður
var heima í bænum og gekk þar á ýmsu. Hún var fram úr hófi ráðrík
og uppvöðslusöm, en fyrirgafst mikið vegna fegurðar og vitsmuna.
Hún þurfti að hnýsast í hvern einasta dall og oft til mikillar óþurftar,
samt var hún í raun uppáhald allra á heimilinu. Best er samt að undan-
skilja hundana og köttinn sem forðuðust hana og hötuðu.
Hér verður ekki saga hennar skráð nema í sambandi við fráfærurnar.
Sú óheillafluga hafði komið upp að færa frá henni. Það var hennar
fyrsta lamb, stór hrútur og föngulegur, var líka farinn að njóta velsældar
í búri og eldhúsi. Sjálfsagt hefur í fyrstu ráðið þessu tiltæki, von um
að hún myndi verða mjólkurbrunnur, og aðréttur mundi hún alltaf fá
í bænum.
Það undarlega skeði að hún sýndi engan mótþróa á leið frá stekknum,
og um morguninn rakst hún með ánum á yfirseturstaðinn. Hvað þessu
olli veit enginn, en eg hef þá trú að hið nána samband hennar við
menn hafi orkað til þess að hún hafi hugsað og ályktað öðruvísi en
sauðkindin yfirleitt.
Eg gat þess áður að einstaka kind hefði gert áhlaup á okkur. Ekki
var Gimbla í þeirra tölu og virtist róleg, en ekki sinnti hún þó því þótt
eg talaði til hennar eins og vanalega, leit ekki einusinni á mig. Kannski
þótti mér þetta skrýtið, en eg athugaði það ekki nánar. Við höfðum
ærnar í fjárheldum tanga, og bilið sem við þurftum að verja var um
15 faðmar. Nú gerist það að Gimbla setur undir sig hausinn og geysist
til okkar á fullri ferð. Ekkert var hún að reyna neinar krókaleiðir,
heldur stefndi beint á okkur. Við stóðum þarna albúnir til viðtöku,
sem lítið varð úr. Hún bókstaflega smaug á milli okkar án þess að við
fengjum nokkurt hald á henni og hélt áfram á fullri ferð. Hundinum
var att, en hann fór með semingi. Þegar hann hafði nærri náð Gimblu,
sneri hún við og renndi sér á hann. Urslitin urðu þau að hann veltist
skrækjandi milli þúfna og sinnti ekki kalli meir. Hann hefur víst minnst
þess er hann átti stundum að reka hana úr túninu. Seint um kvöldið
kom Gimbla heim með hrússa sinn og alla leið inn í eldhús til mömmu
og var þar fagnaðarfundur.
Nú var sest á ráðstefnu um hvað gera skyldi í málum Gimblu. Ekki