Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 189
MULAÞING
187
ungu fólki á balli, sem þarna var haldið um nóttina og var dansað til
kl. 10 um morguninn. Nú er félagsheimili Geithellnahrepps að Múla.
En þarna lenti Bensi óviljandi á ball.
Nú var 18. janúar, þriðji sunnudagur ferðarinnar runninn upp með
regni. Þá hélt Bensi að Rannveigarstöðum í Álftafirði og gisti þar
næstu fimm nætur. Alla dagana var hláka og rigning. Að kvöldi þess
19. kom þar maður frá Bjarnanesi í Hornafirði og var með þrjá klyfja-
hesta, „því allir sunnan yfir Lónsheiði verða nú að sækja nauðsynjar
sínar austur á Djúpavog, því Papósskipið kom ekki í haust.“ Þessi
setning er tekin orðrétt upp úr dagbókinni. Á fyrri öldum var enginn
verslunarstaður á milli Djúpavogs og Eyrarbakka. 23. jan. hélt Bensi
ásamt þrem öðrum yfir Lónsheiði og gisti að Hlíð í Lóni. Þá bjó þar
Eiríkur sonur Jóns Markússonar, sem byggði upp í Eskifelli í Lóns-
öræfum réttum 50 árum fyrr og var Jón þar enn á lífi 75 ára að aldri.
22 persónur voru það ár í Hlíð. Laugardaginn 24. var mjög fagurt
veður og þá hélt Bensi að Bjarnanesi og gisti hjá séra Jóni Jónssyni
frá Melum í Hrútafirði. Hann varð síðar prófastur á Stafafelli í Lóni.
Daginn eftir var Bensi fyrst við messu en síðla dags fékk hann fylgd
að Hólmi á Mýrum. Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal
segir í dagbók sinni að þennan dag hafi orðið landskj álfti á Héraði og
viðhélst kippurinn í meira en mínútu. Næstu daga kemur Bensi að
Odda á Mýrum, Smyrlabjörgum, Helluhrauni, Kálfafelli, Kálfafells-
stað og aftur að Helluhrauni í Suðursveit en 29.jan. fer hann austur
yfir Hornafjarðarfljót og gistir í Þinganesi. 30. jan. var hvasst og kalt
og verða nú mikil veðrabrigði norðarlega á Austfjörðum. Þann dag fór
hann að Hlíð í Lóni. Daginn eftir var bylur en þó hélt Bensi að Rann-
veigarstöðum. Þá var varla ratfært veður á Héraði, norðaustan hvass-
viðri með mikilli snjókomu. Daginn eftir var hann um kyrrt en 2.
febrúar hélt hann að Múla í Álftafirði, þrátt fyrir hvassviðri og kulda.
Var nú farið að hlaða niður miklum snjó á norðanverðum Austfjörðum.
3. febrúar var blindbylur en 4. febr. birti upp og Bensi hélt áfram ferð
sinni að Búlandsnesi. Þar var hann um kyrrt næstu 4 daga vegna illviðris
og ljóts útlits, norðaustan stormur var á og kóf. Þann 9. hafði veður
lægt á suðurfjörðum og þá fór Bensi inn að Berufirði og dvaldi þar
næstu 5 daga. Veðurútlit var illilegt alla dagana en Bensi virðist hafa
leitað lags til að komast yfir Öxi til Skriðdals. Að morgni þess 15. var
enn bylur en síðdegis hélt hann út Berufjarðarströnd og gisti að Tittl-
ingi. Þar heitir nú Fagrihvammur. Daginn eftir fór hann að Streiti í
norðan hörku byl en þó var bjart út til nesja. Næsta dag gekk á með