Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 213
MÚLAÞING
211
8. Goðaborgir heita enn fremur smátindar tveir í norðanverðum
Strandartindi í Seyðisfirði. Þar liggur og Goðagil niður að sjó. - Sá
Sörli, sem fyrstur byggði Sörlastaði, hljóp heiman til að tilbiðja goð
sín á Goðaborgunum og rann eftir rák þeirri, sem sumir segja síðar
að héti Seiðhjalli. Segja menn, hann hlypi þetta berhöfðaður og ber-
fættur af lotningu við goðin, uns honum varð síðast hált á áræðinu og
hrapaði af hjallanum ofan í Goðagil, og hvarf svo til guða sinna.
í fornum landnámssögnum segir svo, að þegar Bjólfur kom inn í
Seyðisfjörð með félögum sínum, þá væru hér fyrir seiðmenn. Líklega
Eyvindur, sem nam Mjóafjörð og hans sinnar, og mögnuðu seið móti
Norðmönnum, sem á eftir komu, en urðu of seinir og hlutu því að
hrökkva .brott. Af þessu spunnust deilur og bardagar þeirra Eyvindar
og Loðmundar, sem segir í Loðmundarþætti.
Sagt er að Bjólfur byggi í Firði, innan við fjarðarbotninn, eða þar
sem hét Fornibær. Þar upp af er tindurinn. Eigi vita menn nú, hvar
hofið stóð. En því trúðu menn, að helgihald hefði mikið verið á Bjólfs-
tindi og jafnvel hof mikið og veglegt uppi á honum, sem fornmenn
slógu goðhelgihuldu yfir. í síðari tíð bar svo til, að stúlku í Firði vantaði
nokkrar kvíaær og leitaði þeirra víða; lenti hún loks upp á tindinn og
kom þá að húsi, mjög veglegu, og ólíku þeim, sem hún hafði þekkt.
Þar stóð lykill í skrá. Flún verður forvitin, grípur í lykilinn og vill sjá
inn. En hún sneri hann sundur og varð skeggið eftir í skránni. Hún
hrökk þá frá. Fann hún þá ærnar og rak þær heim, og sagði sögu sína
og sýndi hölduna til sönnunar viðburði þessum og var haldan síðan
lengi við lýði. Næst er hún kom þarna, sá hún eigi nema klett einn;
hún hafði hitt fyrir hofið á Bjólfstindi, því gæsluveran hafði þá verið
fjarstödd.
9. Goðaborg hét og á fjallinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar,
ofar frá Hofi í Mjóafirði. Nú er hún kunn aðeins af nafninu Goðaborg-
artindur. Þar neðar í fjallinu, ofar frá Hofi, heitir enn Goðabotn, sem
er hvolf mikið inn í fjallið. Segja munnmælin, að þar hafi staðið hof
Mjófirðinga, blóthús eða hörgur. Þar, í Goðabotninum, segja menn,
að sést hafi til þessa rúst af byggingu. Bratt og erfitt er að sækja upp
þangað neðan frá bænum. Innar frá - í sveitinni - eru hrikafjöll, sem
heita einkennilegum nöfnum, svo sem Húsgaflar. - Goðaborg segja
sumir, að hafi staðið á Norðfjarðarnípu, sem nú sé gleymd og týnd.
Þar sjást rústir af byggingu.
10. Goðaborg heitir og á fjallinu, sem liggur út sunnan Norðfjarðar,
þar á milli og Sandvíkur. Er illfært upp á hana. Þær umsagnir fylgja