Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 17

Jökull - 01.12.1970, Page 17
Hugleiðing um jöklarannsóknir á íslandi HELGI BJÖRNSSON, NORWEGIAN WATER RESOURCES AND ELECTRiCITY BOARD, OSLO, NORWAY ABSTRACT This paper gives a short outline of some aspects of glaciology with the main emphasis on topics relaíed to meteorology and hydrology. A descriptive summary of the basic theory and modern measurement techniques is given along with suggestions for new research projects in Iceland. Following topics are discussed: The main links in the relation between glacier varia-tions and climate, the mass balance, the energy budget, glacier response, kinematic waves, dif- fusion of kinematic wo.ves, response time and lag time of a glacier. The value of measurements of glacier varia- tions in Iceland is discussed in light of these topics. Further, a description is given of glacier flow a.nd glacier surges. Crystallographic pro- blems are briefly mentioned. The paper con- cludes with a proposal for investigations on T ungnaárjökull. Alla tíð frá því jöklarannsóknir hófust á ís- landi, hefur verið nokkur óvissa um framtíð þeirra, skipulag og val verkefna. Þær hafa eink- urn verið skipulagðar og unnar í tómstundum af félagi áhugamanna, og mun slíkt einsdæmi um víða veröld. Þessu félagi hefur þó orðið mikið ágengt, og það verður eflaust burðarás jöklarannsókna í framtíðinni. Starf þess við mælingar á jökulsporðum hefur veitt vitneskju um jöklabreytingar á síðustu áratugum. Jarð- sveiflumælingar hafa sýnt grófa mynd af botni Vatnajökuls. Mælingar á vatnsborði Grímsvatna hafa reynzt gagnlegar við spár um Grímsvatna- hlaup. Tímaritið Jökull nýtur sívaxandi álits sem alþjóðlegt fræðirit. Fjölmörg verkefni bíða úrlausnar. Enn er ólesið margt af þeirri veðurfarssögu, sem jökl- arnir hafa skráð í landið. Sú saga liggur einnig grafin í gömlum ísalögum. Margt er óvíst um hlut jökla í vatnsforða hinna einstöku vatns- falla. Slík óvissa gæti leitt til þess, að virkjanir, sem nota jökulvatn, yrðu óöruggar. Margt er enn óljóst um hreyfingar jökla, en mikilvægt er að kunna skil á þeim, ef reist eru mannvirki í grennd jöklanna. Þannig mætti lengur telja verksvið jöklafræðinnar á Islandi. Mikilvægara er þó, þegar litið er frarn á við, að jöklamenn geri sér heildarmynd af viðfangsefnunum, rnarki sér stefnu og veki athygli ráðamanna á henni. Víða erlendis hafa jöklarannsóknir eflzt mjög á alþjóðlega jarðeðlisfræðiáratugnum og vatna- fræðiáratugnum, sem nú er liðlega hálfnaður. Víst er, að þess mun vænzt, að Islendingar taki þátt í alþjóðlegu samstarfi um jöklarannsóknir. I fyrsta lagi sinni þeir mælingum á jöklabreyt- ingum vegna legu landsins á miðju Atlantshafi. I öðru lagi munu erlendir jöklafræðingar æ meir sækjast eftir að mega stunda mælingar á jöklurn okkar. Þarf þá að takast sem mest sam- vinna við islenzka jöklamenn. Einnig virðist eðlilegt, að við sinnum eftir föngum rannsókn- um á sérkennum íslenzkra jökla, t. d. jökul- hlaupum, framhlaupum og athugunum á tvívetni og þrívetni í jökulís. Á þeim sviðum er ástæða til að ætla, að jöklamenn okkar geti verið í fremstu röð. Þá má ekki gleyma ýmsum hag- nýtum verkefnum, sem tengd eru vatnafræði. Hér á eftir verða rædd nokkur undirstöðu- atriði í jöklafræði, sem kynna þarf, áður en verkefni eru valin og stefna mörkuð í þessum rannsóknum. Vegna eðlis íslenzkra jökla verð- um við á ýmsan hátt að fara aðrar leiðir en farnar eru erlendis. Skilningur og vilji ráða- manna mun sjálfsagt einnig ráða miklu um val leiða. JÖKLAR SEM VEÐURFARSMÆLAR Menn hafa lengi haft von um, að með at- hugun á háttum jökla um allan heim mætti fá sambærilegar mælingar til þess að fylgjast með almennum veðurfarssveiflum. Ennfremur, að JÖKULL 20. ÁR 1 5

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.