Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 17

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 17
Hugleiðing um jöklarannsóknir á íslandi HELGI BJÖRNSSON, NORWEGIAN WATER RESOURCES AND ELECTRiCITY BOARD, OSLO, NORWAY ABSTRACT This paper gives a short outline of some aspects of glaciology with the main emphasis on topics relaíed to meteorology and hydrology. A descriptive summary of the basic theory and modern measurement techniques is given along with suggestions for new research projects in Iceland. Following topics are discussed: The main links in the relation between glacier varia-tions and climate, the mass balance, the energy budget, glacier response, kinematic waves, dif- fusion of kinematic wo.ves, response time and lag time of a glacier. The value of measurements of glacier varia- tions in Iceland is discussed in light of these topics. Further, a description is given of glacier flow a.nd glacier surges. Crystallographic pro- blems are briefly mentioned. The paper con- cludes with a proposal for investigations on T ungnaárjökull. Alla tíð frá því jöklarannsóknir hófust á ís- landi, hefur verið nokkur óvissa um framtíð þeirra, skipulag og val verkefna. Þær hafa eink- urn verið skipulagðar og unnar í tómstundum af félagi áhugamanna, og mun slíkt einsdæmi um víða veröld. Þessu félagi hefur þó orðið mikið ágengt, og það verður eflaust burðarás jöklarannsókna í framtíðinni. Starf þess við mælingar á jökulsporðum hefur veitt vitneskju um jöklabreytingar á síðustu áratugum. Jarð- sveiflumælingar hafa sýnt grófa mynd af botni Vatnajökuls. Mælingar á vatnsborði Grímsvatna hafa reynzt gagnlegar við spár um Grímsvatna- hlaup. Tímaritið Jökull nýtur sívaxandi álits sem alþjóðlegt fræðirit. Fjölmörg verkefni bíða úrlausnar. Enn er ólesið margt af þeirri veðurfarssögu, sem jökl- arnir hafa skráð í landið. Sú saga liggur einnig grafin í gömlum ísalögum. Margt er óvíst um hlut jökla í vatnsforða hinna einstöku vatns- falla. Slík óvissa gæti leitt til þess, að virkjanir, sem nota jökulvatn, yrðu óöruggar. Margt er enn óljóst um hreyfingar jökla, en mikilvægt er að kunna skil á þeim, ef reist eru mannvirki í grennd jöklanna. Þannig mætti lengur telja verksvið jöklafræðinnar á Islandi. Mikilvægara er þó, þegar litið er frarn á við, að jöklamenn geri sér heildarmynd af viðfangsefnunum, rnarki sér stefnu og veki athygli ráðamanna á henni. Víða erlendis hafa jöklarannsóknir eflzt mjög á alþjóðlega jarðeðlisfræðiáratugnum og vatna- fræðiáratugnum, sem nú er liðlega hálfnaður. Víst er, að þess mun vænzt, að Islendingar taki þátt í alþjóðlegu samstarfi um jöklarannsóknir. I fyrsta lagi sinni þeir mælingum á jöklabreyt- ingum vegna legu landsins á miðju Atlantshafi. I öðru lagi munu erlendir jöklafræðingar æ meir sækjast eftir að mega stunda mælingar á jöklurn okkar. Þarf þá að takast sem mest sam- vinna við islenzka jöklamenn. Einnig virðist eðlilegt, að við sinnum eftir föngum rannsókn- um á sérkennum íslenzkra jökla, t. d. jökul- hlaupum, framhlaupum og athugunum á tvívetni og þrívetni í jökulís. Á þeim sviðum er ástæða til að ætla, að jöklamenn okkar geti verið í fremstu röð. Þá má ekki gleyma ýmsum hag- nýtum verkefnum, sem tengd eru vatnafræði. Hér á eftir verða rædd nokkur undirstöðu- atriði í jöklafræði, sem kynna þarf, áður en verkefni eru valin og stefna mörkuð í þessum rannsóknum. Vegna eðlis íslenzkra jökla verð- um við á ýmsan hátt að fara aðrar leiðir en farnar eru erlendis. Skilningur og vilji ráða- manna mun sjálfsagt einnig ráða miklu um val leiða. JÖKLAR SEM VEÐURFARSMÆLAR Menn hafa lengi haft von um, að með at- hugun á háttum jökla um allan heim mætti fá sambærilegar mælingar til þess að fylgjast með almennum veðurfarssveiflum. Ennfremur, að JÖKULL 20. ÁR 1 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.