Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 52
árum. Um svipað leyti myndaðist víðáttumikið jök-
ullón í Fnjóskadal á Norðurlandi, þegar skriðjöklar í
Eyjafirði og í Bárðardal náðu norður undir Hrísey og
norður fyrir Ljósavatnsskarð. Aldur jökullónsins og
framrásarinnar er jafn aldri Skógagjóskunnar, en hún
barst út í jökullónið fyrir um 10.600 árum. A Norð-
austurlandi náði jökull út fyrir strönd Melrakkasléttu
fyrir um 10.200 árum og í Reykjavík er talið að jökull
hafi náð út yfir núverandi strönd fyrir um 11.000 ár-
um. Nokkru fyrr, eða fyrir um 11.800 árum, stækkuðu
jöklar á Vesturlandi og náði skriðjökull úr Borgarfirði
suður fyrir Skorholtsmela á sama tíma og skriðjökull
í Hvalfirði náði út í eða jafnvel út úr mynni fjarð-
arins. Á Melrakkasléttu er vísbending um að jöklar
á Norðausturlandi hafi stækkað og gengið fram fyrir
um 12.700 árum. Þessar tvær síðast töldu framrásir
íslenska meginjökulsins eru enn sem komið er aðeins
þekktar á þessum tveimur stöðum á landinu.
Helstu niðurstöður framangreindrar umfjöllunar
eru þær, að íslenski meginjökullinn hefur að minnsta
kosti tvisvar sinnum stækkað og gengið fram á tíma-
bilinu frá því fyrir um 12.700 árum og þar til fyrir
um 9.700 árum. Hámark þessara framrása varð ann-
ars vegar í upphafi nútíma fyrir um 9.700 árum og
hins vegar á ”yngri Dryas“ tíma fyrir um 10.600 árum.
Auk þessara tveggja útbreiddu framrása íslenska meg-
injökulsins þá stækkuðu jöklar á Vesturlandi og náðu
hámarki fyrir um 11.800 árum og á Norðausturlandi
fyrir um 12.700 árum. Ummerki enn eldri framrása
eru þekkt í lausum jarðlögum í Fnjóskadal á Norður-
landi og á Melrakkasléttu á Norðausturlandi. Hvað
varðar stærð íslenska meginjökulsins á tímabilinu frá
12.700 til 9.700 árum fyrir okkar daga er ljóst, að
hann var til muna stærri í upphafi nútíma og á ”yngra
Dryas“ en gert hafði verið ráð fyrir í eldri hugmynd-
um um stærð og hörfunarsögu jökulsins í lok síðasta
jökulskeiðs ísaldar og upphafi í nútíma.
Esjufjallaskáli hinn síðari, nýfrá-
genginn á páskadag, 10. apríl
1977. Á myndinni eru, talið frá
vinstri: Rúnar Nordquist, Gunnar
Guðmundsson, Ólafur Nilsson,
Stefán Bjarnason, Kristbjörn Egils-
son, Gylfi Gunnarsson, Helga
Árnadóttir, Ástvaldur Guðmunds-
son, Jórunn Garðarsdóttir, Guðjón
Halldórsson, Óli R. Gunnarsson,
Valur Jóhannesson, Jóhannes Ellert
Guðlaugsson og Vilhelm Andersen.
Ljósm. Jón E. Isdal.
The Esjufjöll hut, April 10, 1977.
Photo. Jón E. Isdal.
50 JÖKULL.No. 40, 1990