Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 150
Gögnum hefur ekki verið safnað sérstaklega né
markvisst vegna jökulgrunnvatns hérlendis. Ymsar
upplýsingar eru þó til, jafnt magnlægar (vatnabúskap-
ur jökla, linda og fallvatna) sem eðlislægar (vatnshiti
og efnainnihald í vatni, vatnajarðfræðilegar aðstæð-
ur). Þessar upplýsingar hafa stóraukist hin síðari ár,
jafnt að magni sem gæðum. Svo gloppóttar sem þær
þó eru enn, þá sýnir greining sú og túlkun á þeim, sem
gerð er hér í greininni, að þær nægja í fjölmörgum
tilfellum til að skýra eitt og annað um tilvist og rennsli
jökulgrunnvatnsins. Markvissar rannsóknir og gagna-
söfnun í þessum efnum myndu með tiltölulega lítilli
fyrirhöfn geta stóraukið þekkingu okkar á grunnvatns-
streymi frá jöklum landsins.
Beinar upplýsingar um vatnabúskap jökulgrunn-
vatnsins eru einungis mælingar á rennsli fallvatna og
linda og á úrkomu á veðurathugunarstöðum. Aðr-
ar magnlægar upplýsingar verður að áætla á einn eða
annan hátt, eða reikna út frá öðrum stærðum. Skekkju-
valdar eru því verulegir til staðar. Ur þessu má bæta
nokkuð með eðlislægu þáttunum. Vatnajarðfræðin
getur bent eindregið á ákveðna veita, sem grunnvatnið
verði að mestu að fylgja. Hiti og efnainnihald getabent
til ákveðins uppruna, sem aftur getur bent til ákveðins
upprunastaðar.
Sýnd eru í greininni ný kort af dreifingu nokkurra
helstu efnaþátta í grunnvatni á landinu. Þau byggjast
á rúmlega 300 völdum grunnvatnssýnum og söfnun-
arröðum á úrkomu á nokkrum stöðum á landinu. Haf-
ræns þáttar í úrkomu gætir í efnainnihaldinu. Leiðrétta
má fyrir hann vegna fylgni flestra efnaþáttanna við
klóríð, sem er fyrst og fremst af hafrænum uppruna í
grunnvatninu. Þannig leiðréttir sýna efnaþættir þessir
glöggt samband við vatnajarðfræðilegar aðstæður, svo
sem landslegu, hæð yfir sjó, bergmyndanir, áhrif jarð-
hita og loks áhrif jökulvatns. Jökulgrunnvatnið lýsir
sér einkum í lágum vatnshita og litlu efnainnihaldi,
einkum hvað varðar steinefni, uppleyst úr bergi.
Með samræmdri túlkun hinna mismunandi gagna
má greina jökulgrunnvatn, rekja það og reikna í ýms-
um grunnvatnskerfum, tengdum jöklum. Svo er að sjá,
sem jökulgrunnvatn geti verið meginþáttur í grunn-
um veitum (”aquiferum“) nærri yfirborði, svo nemur
fleiri km frá jöklinum. Irennsli í leka veitana þynn-
ir jökulvatnið þó á leið þess, þegar skjóli jöklanna
sleppir. Á sprungureinum virðist mega kenna jök-
ulgrunnvatnið allt að nokkrum tugum kílómetra frá
jökulrönd. Sem veitar eru sprungureinamar lokaðri
(meira ”confined“) en t.d. víðáttumiklar hraunabreið-
ur á yfirborði. Þær eru einnig misleitnar (”anisotrop“)
og dregur það enn úr blöndun jökulvatnsins í þeim
við annað vatn. Osannað mál er svo, hvort af þessu
megi draga þá ályktun, að grunnvatn geti runnið lítið
blandað svo nemi hundruðum km leið í enn dýpri og
enn misleitnari veitum, svo sem þeim er vænta má í
jarðhitakerfum.
Á grundvelli framangreindra athugana hefur ver-
ið reynt að meta, hversu mikið grunnvatn rennur frá
jöklum landsins. Slíktmat er að vonum ónákvæmt, en
þó athyglisvert. Undan Langjökli er hér talið að renni
50-80 m3/s, eða sem svarar til 1.500-2.500 mm/ári
í úrkomu. Undan Hofsjökli komi hins vegar vegar
aðeins um 10 m3/s, þó jöklar þessir séu ámóta stórir
og afrennsli á flatareiningu á grunnvatnssviði þeirra
beggja sé svipuð. Mismunur í lekt berggrunnsins er
talinn vera skýringin á þessu. Undan norðanverðum
Mýrdalsjökli er hér talið að renni e.t.v. 20-30 m3/s.
Meiri hluta þessa vatns er sennilega veitt undan jöklin-
um eftir Eldgjársprungunni. Undan norðvestanverð-
um Vatnajökli (grunnvatnssvið Tungnaár og Jökulsár
á Fjöllum) er talið að komi 50-100 m3/s, enda hvílir sá
hluti á lekum jarðmyndunum. Þýðing þessa leka bergs
sést á því, að af grunnvatnssviði Jökulsár á Fjöllum við
jökul renna a.m.k. 50 m3/s, en af sambærilegu grunn-
vatnssviði Jökulsár á Dal e.t.v. aðeins 5-10 m3/s. Hér
er jafnan tekið mið af rennsli í meiri háttar lindum
og áætluðum lindaþætti fallvatna. Er þá ótalið jök-
ulgrunnvatn, sem hugsanlega rennur dýpra í jörðu út
úr grunnvatnskerfunum hið næsta jöklunum. Eins er
ótalið vatn undan öðrum hlutum stóru jöklanna (mik-
ill hluti Vatnajökuls, sunnanverður Mýrdalsjökull), en
hér hefur verið lýst, þó jarðlög séu þar víða þéttari
undir. I heild virðist ekki ósanngjamt að reikna með
200-300 m3/s af jökulrænu grunnvatni undan jöklum
landsins.
146 JÖKULL, No. 40, 1990