Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 199
af stað til byggða. Þetta var eina dapurlega augnablik
ferðarinnar. Þar sem ég sat uppi á þaki eins snjóbíls-
ins og virti fyrir mér fegurðina í landslaginu á leið
niður jökulinn, var ég að hugsa um hversu óskaplega
hollt það er fyrir sálarlífið að dvelja í óbyggðunum,
víðs fjarri menningunni og búsorgum þeim sem borg-
arlífinu fylgja. Að komast í svona nána snertingu við
náttúruna getur ekki annað en kallað fram það besta
í fari hvers og eins, enda var hópurinn sem tók þátt
í þessarri ferð, alveg einstaklega ljúfur og góður og
hugsa víst flestir með söknuði til þessara dýrðardaga
ájökli.
Enda þótt sól- og gufuböð hafi verið stunduð af
kappi á Grímsfjalli, var ekki einbert kæruleysi lát-
ið ráða ferðinni. Ýmis rannsóknastörf voru unnin í
Vötnunum og á Grímsfjalli og gengu þau mjög vel.
Eftirfarandi verkefnum var sinnt:
1) Vatnshæð í vökinni við Vatnshamar var mæld
með hornamælingu og með loftþyngdarmæli. Hún
reyndist vera 1379 m y.s. Hæð á miðri íshellunni við
borstað var 1401 my.s. og 1412my.s..viðtoppNaggs.
Það gæti því tekið vatnsborðið 3-4 ár að ná þeirri hæð
sem algengust var við upphaf hlaupa úr Vötnunum á
árunum 1954-1982.
2) Vetrarafkoma í Grímsvötnum var mæld. Hún
reyndistvera4.78 m af snjó ámiðri íshellunni, 5.17 m
austan við Vötnin, en 4.75 og 4.21 m á tveim stöðum
norðan við þau.
3) Sýni voru tekin til samsætumælinga. Yfirborðs-
sýni voru rekin á 6 km fresti frá Grímsfjalli að Hvanna-
dalshnúk. Borkjarnasýni voru tekin úr tveim holum
norðan við Vötnin, ein- ni holu á miðri íshellunni, og
annarrri holu austan við Vötnin.
4) Viðhald á rafstöð og mæli- og senditækjum á
Grímsfjalli. Útfellingar reyndust vera inni í kælibún-
aðinum og höfðu þær stíflað rör. Kælivökvinn var
tekinn af, hreinsaður og settur á aftur.
5) Jarðskjálftamælir var rekinn á Vestari Svíahnúk
frá 18.-26. júní. Hann skráði mikið af íshreyfingum
úr Vötnunum og hlíðum Grímsfjalls ásamt lágtíðni
jarðhræringum. Orsakir þeirra eru ekki ljósar, en von-
andi verður hægt að staðsetja þær gróflega með hjálp
mælisins á Grímsfjalli. Mælirinn skráði einnig dýna-
mítsprengingar í íshellunni.
6) Unnið var að íssjármælingum í Grímsvötnum, á
sjálfri íshellunni og austan við hana. Árangur varmjög
góður og náðust mælingar á því svæði sem á vantaði til
þess að unnt væri að ganga frá korti af Grímsvötnum,
yfirborði jökulsins og ísþykkt.
7) Boruð var 250 m löng hola með bræðslubor á
miðri íshellunni. Það nægði þó ekki til að komast í
gegnum hana, en talið er að þykktin sé nálægt 250 m.
8) Dýpt Vatnanna var mæld með endurkastsmæl-
ingum. Boraðar voru 30 m djúpar holur með bræðslu-
bor og dýnamít sprengt í þeim. Botn Vatnanna virðist
vera nærri 1050 m y.s. Einnig var bergið undir Vötn-
unum kannað með bylgjubrotsmælingum (refraction).
Loks var hljóðhraði í bergi undir vestanverðum Vatna-
jökli kannaður með stórsprengingum.
9) Fastmerki (1 m langt rör) var sett í klöpp,
efst á Saltaranum, til þess að hægt verði að hæðar-
mæla með homamælingu beint frá Nagg og snjógryfj-
unni á miðri íshellunni og auðvelda þannig mæling-
ar á hæð vatnsborðs við Vatnshamar. Hæð fast-
merkisins er 1712 m y.s. miðað við 1722.5 m y.s.
í landmælingarpunkti mi'l' skálanna. Hnit punkts-
ins eru 64°24.417'N, 17°16.038'V og Lambert hnit
x=464839.1 og y=434078.2.
10) Gosstöðvarnar frá 1983 voru kannaðar. Þar
sást í vatn og rauk úr því. Einnig var brennisteinslykt
á svæðinu. Eyjan úti í vatninu sást greinilega. Jarðhiti
hefur aukist til muna á Vestari Svíahnúk eftir gosið og
stígur gufa upp af austasta hluta hnúksins.
Þessi leiðangur er sá umsvifamesti sem JÖRFI
hefur staðið fyrir á Vatnajökli. Afrakstur hans sýn-
ir glöggt hve samstarf lærðra og leikra getur ver-
ið árangursríkt, en ásamt félögum úr JÖRFI unnu
starfsmenn Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar
að rannsóknastörfum.
Við flutning nýja skálans á Grímsfjall naut JÖRFI
aðstoðar Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar, Flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík og Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík. Stjórn JÖRFI metur mikils þann samhug
sem ríkti í samstarfi við þessa aðila og aðstoð beirra
við að bæta rannsóknar- og björgunaraðstöðu á einu
virkasta eldgosasvæði landsins, sem ógnar bæði vsg-
um og virkjunum og þar sem menn mega búast við
erfiðum björgunarstörfum.
Margrét Isdal
JÖKULL, No. 40, 1990 195