Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 189
námskeið um jarðvísindaleg efni verði haldin á hverju
misseri framvegis.
VETRARMÓT NORRÆNNA
J ARÐFRÆÐIN G A
19. norræna vetrarmótið var haldið í Stavanger
9.-12. janúar s.l. og næsta mót verður haldið á Is-
landi í janúar 1992. Formaður undirbúningsnefndar
er Hreinn Haraldsson auk hans eru í nefndinni Aslaug
Geirsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Þau hafa þegar
hafist handa við undirbúning og skipulagningu og
munu kalla fleiri til liðs við sig er fram í sækir.
SIGURÐARSJÓÐUR
Sigurðarsjóður var stofnaður 1987 í minningu Sig-
urðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Tilgangur hans er
að efla tengsl íslenskra jarðvísindamanna við útlönd
með því að bjóða erlendum fræðimönnum til fyrir-
lestrahalds á vegum Jarðfræðafélags Islands. Fyrsti
fyrirlesari á vegum sjóðsins var George P.L. Walker,
sem kom hér í boði Háskóla íslands í október 1988
og þáði heiðursdoktorsnafnbót. Tók sjóðurinn þátt í
kostnaði við dvöl hans hér.
I fyrrasumar var ákveðið að bjóða Dr. Hans-Ulrich
Schmincke, eldfjallafræðingi og prófessor í Kiel til Is-
lands. Schmincke þáði boðið og dvaldi hér dagana
15.-20. maí og hélt fjóra fyrirlestra, tvo og tvo í senn
eins og áður er getið, 17. og 18. maí. Hann notaði
tímann vel meðan hann dvaldi hér, hitti marga jarð-
vísindamenn að máli og ferðaðist eins og aðstæður
frekast leyfðu. Hann fór til Nesjavalla, um Reykja-
nes og til Vestmannaeyja. Norræna Eldfjallastöðin,
Háskóli íslands, Náttúrufræðistofnun og Orkustofnun
tóku nokkum þátt í að kosta dvöl hans hér og kunnum
við þeim bestu þakkir fyrir.
I sjóðsstjórn voru: Elsa G. Vilmundardóttir,
formaður, Sigurður Steinþórsson og Sveinn Jakobs-
son. Þau Elsa og Sigurður gengu úr stjórn sjóðsins á
aðalfundi.
Stjórn Sjóðsins skipa nú: Stefán Arnórsson,
formaður, Guðrún Larsen og Sveinn Jakobsson.
HEIÐURSPENINGUR SIGURÐAR
ÞÓRARINSSONAR
Heiðurspeningurinn var veittur í annað sinn í júní
sl. og hlaut hann Dr. George Walker, eldfjallafræð-
ingur. Fulltrúi Jarðfræðafélagsins í úthlutunamefnd
IAVCEI er Sven Þ. Sigurðsson.
ARMENÍUFERÐ
Hafið er samstarf milli Jarðfræðafélagsins og Jarð-
fræðafélagsins í Armeníu. 10 jarðfræðingum gefst
kostur á að fara til Armeníu í sept. 1990 og dvelja þar
í 10 daga endurgjaldslaust, en verða að standa straum
af kostnaði við ferðina þangað. A næsta ári (1991) er
fyrirhugað að bjóða armenskum jarðvísindamönnum
til nokkurra daga Islandsdvalar.
STJÓRN FÉLAGSINS
í stjórn félagsins sl. starfsár vom: Elsa G. Vil-
mundardóttir, formaður, Guðrún Helgadóttir, ritari,
Ásgrímur Guðmundsson, gjaldkeri, Þorgeir Helgason,
varaformaður og Áslaug Geirsdóttir, meðstjórnandi.
Úr stjóm gengu á aðalfundi Elsa, Guðrún og Þorgeir.
Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð:
Stefán Amórsson, formaður, Auður Andrésdóttir, rit-
ari, Ásgrímur Guðmundsson, gjaldkeri, Áslaug Geirs-
dóttir og Steinunn Jakobsdóttir, meðstjómendur.
FJÁRHAGUR
Fjárhagsafkoma félagsins byggist á árgjöldum fé-
lagsmanna og ráðstefnugjöldum. Árgjald sl. ár var
600 kr. Aðal útgjaldaliðir eru prent- og póstkostnað-
ur. Fundi sækja félagsmenn sér að kostnaðarlausu, en
ætlast er til að ráðstefnugjöld standi undir kostnaði við
ráðstefnur félagsins.
NÝIR FÉLAGAR
Á aðalfundi bættust 9 nýir félagar í hópinn og eru
félagar nú um 200.
Elsa G. Vilmundardóttir
JÖKULL, No. 40, 1990 185